Skreytingarmeistarar!

Við mæðginin höfum legið yfir myndum af afmælistertum á netinu til að fá hugmyndir að tertunni okkar fyrir afmælið hjá prinsinum. Við fundum loksins í dag flotta transformer tertu sem hugmyndin er að gera að aðaltertunni í partýinu. Verst bara að flestir sem við erum búin að tala við eru á leið í ferðalag. En svona er þetta víst hjá mörgum sem eiga afmæli yfir sumartímann. Við látum afboð ekkert á okkur fá og halda skal fína veislu.  Hún Villa okkar sem gerði agalega fína tertu í fyrra er farin að vinna á kaffihúsi fyrir austan. Það hefur líklega sprust út að hún sé snillingur í sjóræningjatertum þannig að við verðum víst að gera okkar sjálf. Verst er bara að prinsinn hefur ekki nefnt að honum langi í það sem okkur langar til að gefa honum! Okkur langar nefnilega alveg rooosalega mikið í "umhverfisslys" (trampolín) í garðinn.....en honum langar í fiska og transformer. Karlkvölin ætlar því að kíkja á fiskabúr á morgun áður er hann fer að leita að svörtum matarlit! Klifurmúsin og forsetinn hennar eru á leið úr menningunni hingað suður og okkur hlakkar rosalega mikið til. Þau ætla reyndar að stoppa stutt þar sem þau eru á leið í ferðalag - en við þökkum auðmjúk allan þann tíma sem þau gefa sér til að hitta okkur Tounge ......við verðum reyndar slatta af sumarfríinu okkar fyrir norðan í menningunni þannig að allir verða búnir að fá nóg af öllum þegar sumarið er búið. Reyndar var litli frændi nærri búinn að breyta þeim plönum um helgina þegar hann reyndi að brenna kofa kóngsins en frændi var að hjálpa mömmu sinni og ætlaði að hita sléttujárnið sem hún hafði lagt frá sér á eldavélina. Reyndar er það ekkert skrýtið þar sem það lá ofaná hellunni á Rafha-vélinni og sá litli veit líklega að það á að vera heitt!!

Við mæðginin hjóluðum EKKI í dag en planið er að skella sér á fákana á morgun og halda áfram bensín sparnaði. Merkilegt hvað mér þótti ég léleg að hjóla ekki í dag - þó svo ég hafi ekki hjólað í marga daga - en strax farin að fá smá samviskubit  Crying  

Sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu góða mín, ætlaðir þú ekki að koma til hennar "fúlu á móti" og fá lánaða matarliti, hvernig er það eiginlega? Vonandi að það sé nú ekki orðið of seint, ég sem margmontaði mig á matarlitunum við þig. Það greinilega hefur ekkert upp á sig að monta sig svona :/ Jæja hafðu þína hentusemi góða mín og bið að heilsa ykkur í bili, og auðvitað skila ég mínum bestu afmæliskveðjum til prinsins. Gufa nú á gluggann á morgun. Síja. Kveðja frá R3.

Lísa skvísa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband