Skrapp vestur með fleirum

Í gær skrapp ég vestur, við vorum 13 sem fórum í vinnuferð og skoðunarferð tengdri vinnunni. Þetta var alveg frábær ferð - gaman að sjá, skoða og fá góðar hugmyndir að ógleymdu því að sjá að maður hefur það nú bara þokkalega gott á sínum vinnustað Tounge Í gærkvöldi endaði kvöldmaturinn á því að farið var að spá í bolla fyrir liðið. Hæfleikar spámanna voru mismiklir. Ég sé að þetta er alveg eitthvað sem ég er að fíla - þ.e. að spá í bolla.  Ég bíð spennt eftir að sjá hvort spárnar rætist ekki hjá fólkinu. Áhugasamir ættu endilega að hafa samband við mig þar sem ég tel mig hafa mikla kaffibolla-spádómshæfileika Halo 

Þegar við vorum að fara að borða sáum við að grunur væri um að 3.björninn væri á Hveravöllum! Auðvitað var mér strax hugsað til bróður míns þegar ég heyrði að björgunarsveitir væru að leita að birninum. Heyrði svo í mágkonu minni í dag þar sem hún var að kvarta yfir því að ekki fengi hún ísbjarnarpels um næstu jól - í staðinn ætti hún fjall af hrossabjúgum. Ég hefði alveg viljað sjá ferðamennina á Hveravöllum þegar björgunarsveitin Húnar mætti á svæðið þar sem merkið þeirra er ísbjörn.  Ætli þeir hafi ekki talið að þarna væru komnir þeir menn sem sérhæfa sig í ísbjörnum á landinu Devil

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband