NY farinn okkar!

Jæja þá er eldri sonurinn lagður í hann í mánaðarferð til USA. Skilst að hann og félagi hans ætli að vera sem mest í NY -en jafnvel kíkja til Boston og Wasington. Í dag þegar ég taldi að þeir væru rétt lagðir af stað var hringt í mig og án þess að heilsa var bunað út úr sér "Ertu með lykil heima? Ég gleymdi farmiðanum mínum?" .......ætli ferðin gangi samt ekki vel hjá þeim ! ! Errm Ég hélt að hlaupin eld-snemma í morgun þegar farið var á BSÍ til að sækja myndavélina hefði verið stressið í undirbúningnum! En það er gott að vera ungur og hæfilega kærulaus.

Prinsinn heldur mér alveg við efnið - með að hjóla í vinnuna. Það er ekki til að tala um að fara keyrandi í leikskólana okkar. Þetta er bara alveg ljómandi gott fyrir mann að hjóla svona -þó það sé ekki nema c.a. 25-30 mín. pr. dag. Ég er nú samt smá fegin að vera að fara vestur á morgun - í flugvél og það er ekki möguleiki að ég hjóli útá völl þannig að ég þarf ekki að hjóla nema tvo daga í þessari viku í vinnuna. Tek bara meira á um helgina, hjólum kanski til R.víkur en það hefur verið á dagskrá að leyfa prinsinum að prófa það, hann hefur endalausa "hjólaorku" þannig að við hjónaleysin höfum aðallega áhyggjur af að nenna ekki sjálf að hjóla heim - engar af prinsinum!......má ekki taka hjól með í strætó - mig minnir það.

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband