18.6.2008 | 00:26
Var að lesa okursíðu Dr.Gunna
Ég tek mig stundum til og les síðuna hans Dr.Gunna. Ég hef nú ekki mikið verið að bera saman verð -veit bara að karfan mín í Bónus er venjulega aðeins ódýrari en í Krónunni og að karfan mín í Hagkaup er mun dýrari en í fyrrnefndum búðum. Ég veit jafn vel að úrvalið í Hagkaup er meira og ég freistast frekar. Þegar ég er að kaupa fyrir tengdó í Bónus er þeirra fulli haldapoki meira en helmingi ódýrari en minn fulli poki - samt er bara matur í pokunum!! Líklega verð ég að verða aðeins meðvitaðri um neysluvenjur mínar og minna manna. Annars er ég víst annálaður nískupúki (samkv. litlu sys) Þegar gera á vel við heimilisfólkið skellum við okkur stundum í Nóatún til að kaupa gott kjöt á grillið. Síðasta laugardag var t.d. keypt þar afskaplega gott lambakjöt og karlkvölin skellti sér á strútakjöt -sem ég veit AF AFSPURN að er gott kjöt. Ég treysti mér ekki í það þar sem ég er ekki nýjungagjörn kona. En prinsinn fékk í tilefni dagsins (laugardagur=nammidagur) að kaupa sér kleinuhring í Nóatúni og þar sem hann á það til að sulla súkkulaði um allt andlitið þá báðum við um tissjú á kassanum - jú það var sko til - við fengum eitt bréf.....en.....þegar það heyrðist "píp" í kassanum þegar hún rétti okkur bréfið spurði ég " ertu að selja okkur bréf af tissjú" Jú, jú hún var að því og það kostaði kr. 15!! Sem meðvitaður neytandi afþakkaði ég bréfið og súkkulaðinu var þurrkað í peysuna - sem var hvort eð er orðin lúin eftir daginn. Reyndar verð ég að segja alveg satt og rétt frá - tissjúið var í poka undan hnífapörum EN það vantaði hnífapörin í - ég hefði e.t.v. keypt plasthnífapör og tissjúbréf á 15.kr. en þegar eitt bréf er selt á 15.kr (og kanski var búið að selja hnífapörin áður á 15.kr. ) þá fannst mér verið að okra á mér. Daginn eftir þá fórum við og keyptum ís í Snælandi - ég tók mér TVÖ tissjúbréf = eitt fyrir ísinn og eitt fyrir næsta kleinuhring
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.