17.6.2008 | 22:44
17.júní 2008
Nonninn hans Lumma kom í heimsókn til okkar í dag. Við skelltum okkur á hátíðarhöldin á reið- og hlaupahjólum því að einsog allir erum við að spara bensínið Prinsinn tróð upp ásamt félögum af leikskólanum sínum - og stóðu sig allir vel. Við sviðið voru stoltir foreldrar með myndavélar í röðum svo að atburðurinn yrði nú vel geymdur. Prinsinn var ekki sá eini í familíunni sem tróð upp því frænka hans var fjallkona fyrir austan. Eftir að hafa leikið sér í öllum leiktækjunum sem skátarnir settu upp og borðað nokkur kíló af sælgæti áttu frændurnir enn eftir mikla orku til að leika sér á hjólabrettapallinum á leiðinni heim. Það voru þó þreyttir og sælir frændur sem settust niður að spila er heim var komið .......í c.a. 5 mín!!!!! En þá voru þeir hlaðnir orku að nýju og fóru úr í vatnsslag með stóra bróður!! Sá er á leið til NY á morgun, búinn að losna við spangirnar -sæll og glaður með það. Það var fleira merkilegt sem gerðist í dag því að mamma og pabbi tóku ömmu með sér í sund en hún hefur ekki skellt sér í sund í fjölda ára. Þegar við komum heim þá var grilluð nautasteik í matinn -nokkur konar kveðjumáltíð fyrir NY farann því að við sjáum hann ekki fyrr en eftir mánuð. Það er þó gott að vita að núna fær hann að gista hjá afabróður sínum og litla sys fer bráðum út og mun líta á piltinn fyrir okkur. Það hefur nefnilega aldrei þurft að kvarta yfir því að drengurinn sé of mikið að láta í sér heyra. Eins er síminn hans óþarflega oft batterís - eða innistæðulaus!
Sundgarpurinn okkar er alsæll með námskeiðið sitt hjá Urði urtu og Kobba krókudíl og bíður spenntur eftir að fara á leikskólann því að þá fer hann á námskeiðið. Veit samt ekki alveg hvort það sé vegna þess að hann fékk frí um daginn þegar hann fór í sveitina eða að hann sé á sundnámskeið eða þá að það sé vegna þess að við förum hjólandi í leikskólann sem gerir það áhugaverðara að vakna á morgnana! Það er allavega allt annað líf hér á morgnana að fara í leikskólann þessa dagana. Okkur hlakkar eiginlega til að vakna þessa dagana. Það er nú kanski líka sumarið sem gerir það?
Kveð að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.