8.6.2008 | 18:27
Sunnurdagurinn 8.júní
Í dag komu Kelarnir okkar frá Selfossi í heimsókn og einn leikskólavinur prinsins að ógleymdum litla frænda okkar. Þannig að prinsinn dreif sig í að baka súkkulaðiköku ofaní liðið sem rann frekar ljúft niður eftir að allir fengu sér ristað brauð. Dagurinn hefur svo farið í fótbolta, trampolínhopp, leikvallaferð, hjólbrettaferð, ís-át og sápukúlublástur. Þess á milli hef ég ráðist á þvottafjallið okkar og komist frekar langt með það - allar snúrur uppteknar og þurrkarinn á yfirsnúning.
Karlkvölin er að horfa á Formúluna og leiðin liggur svo í sund með þá sem enn eru hér í heimsókn þ.e. Kelana og prinsinn. Á meðan er ég að hugsa um að elda kvöldmat því að sundferðir gera mína menn freeeekar svanga. Prinsinn byrjar svo á sundnámskeiði á morgun og er mjög spenntur enda þetta eitt af því skemmtilegast sem hann gerir......úpps.....ég var að líta á klukkuna! Ætla ég drífi mig ekki í að elda matinn núna - og sendi þá svo í sund.
Kveð að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.