Langþráður laugardagur á morgun ;)

Ég ætla að skella mér í Kvennahlaupið á morgun- hef reyndar ekki mikið val þar sem systir mín keypti bol og spurði mig hvort mig langaði að keyra frænda minn í litlu kerrunni eða í vagninum? Ég tel að ég þurfi ekki að ýta vagninum eins mikið - þar sem hann er með stærri hjól og mun því auðvitað ýta vagninum frekar. Ég bruna svo sveitt og sæl með minn gullpening að sækja minn gullmola. Erum svo að hugsa um að skella okkur í Húsdýragarðinn því það er við hæfi að bjóða honum þangað beint úr sveitinni! ..........reyndar verður fyrirtækið sem karlkvölin vinnur hjá með fjölskyldudag þar ;)  Mér sýnist sem spáin sé ekki sem best -rok og rigning. En maður lætur það ekkert á sig fá smá vatn hefur aldrei skaðað neinn mikið.

Prinsinn hringdi í kvöld og var þá kominn til ömmu og afa, sæll og glaður. Þau amma höfðu skellt sér í bæinn með lyftunni og keypt einhvern monsterbíl og legóbíl, litabók og liti, jú og tvö ljónasúkkulaði! Það verður því nót að gera hjá þeim í kvöld. Það hefði nú verið gaman ef klifurmúsin og prinsinn hefðu verið svo heppin að spurningarkeppnin þeirra hefði verið í kvöld. Aðrir eins aðdáendur eru vandfundnir - máttu ekki missa af einni einustu keppni. Prinsinn horfði meira að segja á endursýningarna!

Heyrði spennandi fréttir frá prinsinum í dag. Bændurnir voru að kaupa sér nýjan traktor í sveitina. Afi var víst að prófa hann á blettinum við húsið sitt. Þau keyptu sér líka nýja sláttuvél á traktorinn þannig að heyskapurinn verður ekki mikið mál í sumar. Þau þurfa nátturulega að heyja vel í stóðið sitt.

Stóri strákurinn mokaði í dag góða rönd frá húsinu sem á að fyllast með sandi eða möl. Hann var frekar duglegur EN hefði alveg getað slakað á því að það er ein hlið á húsin sem EKKI á að moka frá.......en þar mokaði hann í dag. Við látum hana þá bara vera þannig því að engin okkar nennir að moka aftur ofaní hana. Kom mér skemmtilega á óvart hvað hann var duglegur við þetta.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband