5.6.2008 | 22:12
Garpurinn!
Ætlaði að ná á prinsinum í dag - nei, hann var þá á fjálsíþróttaæfingu á Hrafnagili svo lá leiðin í sund. Ég hringdi þá í Nettu bónda og náði henni á nærklæðunum í fataklefa sundlaugarinnar. Netta sagði mér að hringja eftir "fimm". En nei, ekki var hann kominn til hennar þá, hann og frændi hans voru enn ofaní lauginni þegar Nettan kom fram Hún var nú samt afar róleg yfir því enda ekki margt sem æsir hana upp. Auðvitað fór allt vel að lokum og drengirnir komu sér upp úr lauginni og prinsinn hringdi í mig. Það var gott að heyra þegar hann kvaddi mig "Góða nótt mamma, love you baby" Hann ætlar að sofa heima hjá afa og ömmu Lillu klifurmús síðustu nóttina sína fyrir norðan. Afi verður á næturvakt þannig að hann passar Klifurmúsina á meðan. Vona að hann standi sig nú vel við það verkefni en það hefur aldrei talist auðvelt að passa konuna!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.