Búin að panta flug fyrir prinsinn suður :)

Jæja þá er það komið á hreint að drengurinn kemur suður um helgina - mikið hlakkar okkur öllum til. Þegar ég sagði honum að ég hefði keypt miða í flugvélina um helgina þá spurði hann: "Mamma, keyptirðu líka sæti fyrir mig?".....jú,jú ég gerði nú ráð fyrir því að það fylgdi miðanum! Hann var ánægður með það og þegar ég kvaddi hann til að rétta pabba hans símtólið sagði ég "Þú verður duglegur því að þú ferð einn í flugvélina. Það fyrsta sem pabbi hans sagði þegar hann var búinn að heilsa var "Nei. nei vinur.......það verða fleiri í flugvélinni!" Já, prinsinn okkar er stundum freeekar bókstaflegur eða alveg á hinum endanum og heyrir ekki né skilur orð af því sem sagt er!! Ég hef reyndar heyrt að þetta sé eitthvað frá mér komið. Það er bara þannig að þá vil ég tala um hæfileika. það eru ekki allir sem geta lokað á að ég tel "óþarfa áreiti" maður verður náttúrulega að velja og hafna hvað maður vill og þarf að vita og heyra mikið.

Í dag römbuðum við hjónaleysin inn í IKEA og sáum þetta fína skrifborð og skrifborðsstól fyrir prinsinn okkar en við vorum í raun að fara að kaupa handa stóra stráknum okkar. En þegar við komum á staðinn og fórum að hugsa: hann býr frítt heima, hann er í vinnu .......þá eiginlega ákváðum við að líklega væri besta að drengurinn sá skellti sér sjálfur í IKEA til að fjárfesta í nýjum stól í stað stólsins okkar sem hann braut. Við erum að byrja að "bíta hann af okkur" því að við nennum ekki að hafa 2 fullorðna karlmenn á heimilinu eftir c.a. 20-25 ár......tala nú ekki um ef þeir verða búnir að gifta sig og eignast börn - sá eldri kanski barnabörn! W00t  Það er nefnilega þannig að planið okkar er að fylla húsið af óþarfa drasli sem við og ættingjar og vinir bera hingað heim til okkar. Karlkvölin er nefnilega það sem kalla má safnari í krossferð - hann sér nýtilega hluti í flest öllu, maður veit aldrei hvenær það kemur að notum! Ég hins vegar er ekki langt frá því að vera fast á hælum hans nema hvað mínir safngripir eru í minna lagi - ég er ekki að sanka að mér bílum, snjósleðum, bátum og mótorhjólum. Ég gæti hugsanlega perlað, málað eða prjónað eitthvað á hverjum EINASTA degi næstu 20 árin ÁN þess að þurfa að kaupa mér efnivið. Blush

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband