Prinsinn farinn að sparka bolta!

Heyrði frá bóndanum fyrir norðan að prinsinn hefði farið á fótbolta æfingu og haldi sig til hlés fyrst um sinn en svo ákvað hann að fara inná og náttúrulega endaði leikurinn á því að hann skoraði sigurmarkið fyrir sitt lið. Líklega hefur hann bolta-hæfileikana frá klifurmúsinni því að eigin sögn var hún afburðargóð í handboltanum í gamla daga. Það hefur reyndar aldrei fengist staðfest!

Frétti að bóndinn hafi sofið yfir sig í dag, veit ekki hvort það var vegna ferðaþeytu eða örmagna af að elta prinsinn um allt. Ég get alveg staðfest að það þarf nú ekki neitt ferðalag til að ég sofi yfir mig! En reyndar segir stóri bróðir minn að hann sjái það á tímanum á færslunum mínum að ég sofi lítið og svo sér hann að ég er alltaf í símanum. En það kemur nú alveg úr hörðustu átt þ.e. þessi símamál mín. Ég heyrði í prinsinum í dag - sæll og glaður í stuttbuxum, búinn að fara á æfingu og í sund í dag. Nú erum við hjónaleysin aðeins farin að finna fyrir því að það er nú bara kærkomið frí fyrir okkur öll að drengurinn hafi farið norður, við búinn að fara út að borða, ég hætt að laga til og við farin að njóta þess að hafa ekkert að hugsa um -nema okkur sjálf og auðvitað stóra unglinginn okkar í forstofuherberginu.

Skjálftinn í dag fór ekki fram hjá mér - ég spratt fram í forstofuherbergi til að tilkynna hann. Ungi maðurinn þar hljóp þá strax í símann til að hringja austur, fékk þær fréttir frá einum bróður sínum þar að skjálftinn hefði ekki verið mikill í Hveragerði því að ekkert heðfi dottið í gólfið! Það er líklega annað mat á skjálftum þar en hér á Gíslabala.

Sá á maili í dag frá Selfossinu að ungu frændur mínir hefðu ekki þurft að taka til í herberginu sínu eftir skjálftann þar sem það hafi verið talið að herbergi bræðranna hafi litið út einsog eftir skjálfta fyrir skjálfta! Trúi því vel þar sem ég hef séð þeirra herbergi og svo eru tvö herbergi í mínu húsi sem oft líta svipað út.

Sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband