1.6.2008 | 17:59
Meira af hestasveininum!
Ég fékk hringingu þega prinsinn var kominn í sveitina frá örðum bóndanum, þá var hann kominn í körfubolta bak við bæ og því vant viðlátinn. Ég ákvað því að hringja eftir kvöldmat þegar hann væri að fara að hátta svo hann róaðist aðeins við að heyra rödd móður sinnar. Nei, þá voru bændurnir komnir í bíó og prinsinn og frændi hans í pössun á öðrum bæ hjá afabróður þeirra. Þar voru þeir víst hoppandi kátir á trampolíni þegar síðast sást til þeirra!! Í dag hringdi ég til að tala við hann, nei, þá var hann í sundi! Ég náði loks í hann eftir sundferðina og hann gat sagt mér að allt gengi vel, að hann saknaði mín og svo var hann rokinn Ég þarf nú líklega ekki að hafa miklar áhyggjur af honum. Reyndar fékk ég sms frá bóndanum þar sem hann spurði af hverju prinsinn væri ekki með sólarvörn með sér. Þegar ég var hálfnuð með sms til baka sem hljóðaði "Jú, það eru 3 brús....." þá fattaði ég að þetta var kaldhæðni það er víst til sólarvörn í sveitinni. Ég hafði nú bara áhyggjur af litla sunnlendingnum fyrir norðan því hér hefur hann ekki séð mikið til sólar en einsog allir vita er alltaf gott veður fyrir norðan.
bless í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.