Hestasveinninn okkar!

Prinsinn er nú búinn að ráða sig sem hestasvein fram í Eyjafirði. Hann skellti sér norður í morgun með afar stuttum fyrirvara, líklega verður spennandi fyrir bóndann að sjá hvað kemur upp úr töskunum og hvað á að koma .........en kemur ekki! Prinsinn lá enn í bælinu þegar hann var spurður hvort honum langaði norður ALEINN með frænda sínum - hann var ekki lengi að hugsa sig um og sagði strax "Mamma þú setur fötin í töskuna og pabbi þú klæðir mig!" Já ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé ákveðinn og með mikið verkvit, við höfum því engar áhyggjur af því að þetta gengi ekki vel. Ég hentist af stað og setti í tösku, pabbi hans gekk nú bara rólegur í burtu því það er nú bara þannig að ef þú ert að ráða þig í vinnu úti á landi er lágmark að þú getir klætt þig sjálfur. Hann nennti nú ekkert að vera horfa á okkur kveðja hann - það kom eitt vink meðan við stóðum úti á plani og svo ekki meir. Við stóðum þarna einsog asnar vinkandi þar til hann hvarf fyrir horn Blush Ég hringdi til að athuga hvernig gengi en þá voru þeir komnir í Hvalfjarðargöngin og allt gekk vel það gekk líka allt vel þegar þeir voru komnir uppí Borgarfjörð. Það verður víst hár símreikningurinn minn ef ég held þessu áfram. Ég hef ekkert heyrt hvernig þeim gekk í Hrútafirði........ætli ég hringi ekki núna á eftir Undecided

Við hjónaleysin erum einsog hálfar manneskjur, vitum ekki alveg hvað við eigum af okkur að gera það er svo skrítið að vera barnlaus - þegar okkar prógram er ekki fullskipað. Buðum fram aðstoð okkar hjá frænda á Selfossi en sem betur fer var ekki þörf á okkar hjálp en þau voru að fara austur áðan. Aumingja húsbóndinn þar var að koma frá Kanada og las fréttirnar um skjálftann á Selfossi þegar hann var kominn inn í vélina - líklega var flugferðin lengri að líða hjá honum en mörgum öðrum. Hann fór þó ekki að haga sér dólgslega einsog farþegi sem var með honum í vélinni á leiðinni út.

Sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband