30.5.2008 | 21:20
Vatnsofnæmi!
Prinsinn skellti sér í bað í kvöld - enda ekki vanþörf á! Hann fór að æfa sig að vera í kafi í baðkarinu og var að reyna að slá persónulegt met sitt sem hann sló í sundi um daginn. Það vildi ekki betur til en svo að eljan var meiri en loftið og endaði tilraunin því frekar illa. Hann sló þó metið sitt og var ánægður með það en tilkynnti mér fyrst að hann væri líklega með ofnæmi fyrir vatni. Þegar hann var inntur eftir hvernig það lýsti sér var hann ekki lengi að útskýra vatnsofnæmi. Það lýsir sér þannig að það er í lagi að fara í sturtu, en ekki bað, það er í lagi að fara í sund því að þá er vatnið úti en það er alls ekki í lagi að drekka vatn -nema það sé gert utandyra! Ég ætla að kíkja á netið í kvöld til að fá frekari upplýsingar um þetta vatnsofnæmi kanski er hægt að taka pillu við þessu?
Ég tók litla frænda með mér úr vinnunni í dag, hann var frekar sáttur við það og sló í gegn á leikskólanum hjá prinsinum þegar við sóttum hann. Svo renndi hann sér nokkrar salibunur í rennibrautinni við skólann en fannst einn 7 ára drengur frekar seinn á sér þannig að hann sparkaði í rassinn á honum! Á meðan hann var hér var stóri bróðir hans að ná sér í þriðja sætið á karatemóti-hann kom svo með verðlaunapeninginn því til sönnunar til að sýna okkur. Afskaplega ánægður drengurinn sá.
Á morgun mun prinsinn koma fram á vorhátíð leikskólans, hann ætlar að syngja og spila á trommur. Verður meira að segja uppá klæddur í búning. Ekki amalegt að fara að sjá hann. Erum reyndar búin að sjá þessa sýningu einu sinni - á útrskriftarkvöldinu - og var það afskaplega áhugaverð uppákoma......sérstaklega þegar prinsinn tók það uppá sitt einsdæmi að breyta atriðinu!!
Karlkvölin er kominn heim að austan, ægilega kátur yfir því hve vel allt gekk og ekki síður vegna þess að hann fékk forsetahjónin og nokkra fréttamenn í kaffi til sín og svo hitti hann gamla kunningja úr björgunarsveitinni sinn. Hann var náttúrulega ánægðastur yfir því að ekki var mikil þörf fyrir hann og félaga hans í Hveragerði.
Jæja - nú ætla ég að kanna hvernig prinsinn hefur það eftir ofnæmiskastið sitt!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.