29.5.2008 | 22:08
Fimmtudagurinn 29.maí
Í dag á hún Sigga frænka mín 50 ára afmæli - vona að hún hafi átt virkilega góðan dag og enn skemmtilegri afmælisveislu í vændum. Ég ætlaði að senda henni skeyti en vegna anna við að ná í ættingja fyrir austan fjall ......þá gleymdist afmælið hennar Siggu frænku
Ég tók náttúrulega ekki neitt eftir skjálftanum í dag - enda á öruggu svæði samkv. Ara Trausta - segi nú ekki að rétt þegar hann var genginn yfir þá fattaði ég hvað hafði gerst, þetta var víst ekki gegnumtrekkur! En samstarfkona mín sem sat úti á stórum steini var seinni að fatta hvað hafði gerst, hún snéri sér snöggt við þegar steinninn hristist og spurði "hver hrissti steininn!"
Ég renndi að ná í soninn í leikskólann og ekki hefði hann tekið eftir neinu nema vegna þess að einn starfsmaðurinn hljóp öskrandi fram að hurð!
Eldri strákurinn var í Hveragerði og það var freeeekar erfitt að bíða eftir að ná sambandi við hann. Frændur mínir á Selfossi sem ég á heilmikið í voru hressir þegar í þá náðist, annar hafði verið á fótboltaæfingu en hinn sat inni í tölvunni! Gott að vera svona "cool" Mamma þeirra var einnig hress en þegar skjálftinn kom þá var hún að keyra undir Ingólfsfjalli og hélt að dekkið hefði farið undan bílnum .....þangað til hún sá grjóthrunið í fjallinu. Þau voru öll frekar kát, en áttu mikið verk fyrir höndum að sópa upp öllu sem haðfi fallið í gólfið.
Karlkvölin mín var kallaður til björgunarstarfa og var kominn hálfa leið í Hveragerði þegar hann mundi eftir spúsu sinni og syni heima og dröslaðist til að tilkynna breytta dagskrá hjá sér. Við bíðum spennt eftir honum hér heima. Vona bara að hann taki stóra strákinn með sér hingað heim.
kveð að sinni
......viðbætur við þessa færslu:
Jón er kominn heim. Selfyssingarnir okkar komnir til Reykjavíkur en karlkvölin mín enn fyrir austan.
p.s. miðlungurinn hans Lumma hljóp fram að glugga þegar skjálftinn reið yfir og kallaði "Pabbi, pabbi það er dreki að ráðast á húsið okkar!" ........mikið held ég að litli bró þurfi að fara að endurskoða sjónvarpsáhorfið hans JR!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.