28.5.2008 | 23:04
15 ára afmæli í dag!
Í dag eru 15 ár síðan ég útskrifaðist úr FÍ -ég fattaði það reyndar ekki alveg strax að þessi merkisdagur væri í dag. Hringdi í karlkvölina til að fá smá hamingjuóskir, honum þótti þetta merkilegt afmæli þannig að hann bauð mér í helgarferð til Berlínar........reyndar hafði ég nú haft pata af henni en hann fékk í dag að vita hvenær ferðin yrði farin hjá fyrirtækinu. Ekki get ég kvartað undan þessari góðu "afmælisgjöf" ;) Vonandi verður hann ekki í vandræðum með að toppa gjöfina á næsta ári þegar ég verði fertug Merkilegt hvað það hljómar betur að verða fertug heldur en fjörtíu ára. Tala nú ekki um hvað það lítur betur út á prenti að skrifa fjörtíu með bókstöfum heldur en tölustöfum! !
Ég þóttist ætla að halda uppá afmælið í dag - en karlkvölin skrapp austur fyrir fjall að starta bílnum hans pabba síns skrapp svo heim með karlinum og frænda sínum og frænku - hann í heimsókn frá Ameríku og hún frá Noregi þannig að ég get nú ekki verið fúl. Ísinn sem mig langaði í í tilefni dagsins.......með lúxusdýfu og lakkrískurli verður að bíða um sinn............hef kanski bara gott af því?
Prinsinn er orðinn mikill sundgarpur - einsog selur í vatninu og það er nóg að nefna orðið "sund" og þá er minn farinn að pakka og á leiðinni! Í daglegu tali milli foreldranna þar sem lítil eyru blaka nálægt þá er það orð aldrei sagt fyrr en ákveðið er að skella sér í laugina. Við tölum um "S" orðið í staðinn.....svo er bara að bíða þar til það gengur ekki lengur -hann er nú ekki það vitlaus.
Stóri strákurinn hefur ekki sést heima hjá okkur í 2 vikur þar sem hann er að hjálpa til fyrir austan, en það er víst von á honum næstu daga enda tími til kominn að drengurinn fari að vinna fyrir planaðri New York ferð sinni seinna í sumar.
þá er bara eftir að kveðja að sinni
p.s. ertu búin að kíkja á síðuna hans JBG í dag......frekar fyndið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með útskriftaraðmælið!
Jói Baldur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:32
Til Lukku með útskriftina þína elsku systir mín Ég skal pass þegar að þið farið til Berlínar. og mér líst vel á að við förum með strákan okkar og höldum upp á 15 ára afmælið þitt með ís
kv Arna
Arna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.