Sonurinn veikur!

Það var hringt í mig í vinnuna í dag úr leikskóla sonarins - hann lá þar víst fyrir með mikinn heilaverk (að eigin sögn). Það vildi svo óheppilega til að ég var stödd úti í skógi að setja upp ratleik fyrir elstu börnin á mínum leikskóla þannig að ég gat ekki hlaupið til og sótt prinsinn. En þegar ég var aftur komin á leikskólann minn gat ég skutlast og náð í þennan með heilaverkinn!!  Hann var þá bara orðinn frekar hress - kominn út að leika. Ákvað samt að taka hann heim - við erum eiginlega hvorugt alveg viss hvort hann sé veikur/leiður eða bara latur! Allavega erum við heima núna. Ég er að passa mig að það sé ekki of skemmtilegt því ef leiðinn er að hrjá hann má hann alls ekki komast upp með að gera þetta aftur. Hann situr núna og er að "læra" hann fékk nefnilega verkefnabók með sér heim í seinni skólaheimsókninni sinni sem var í gær. Hann fékk líka þennan fína bakpoka með nafni skólans og hin hlið pokans var skreytt auglýsingu frá Krónunni!!

Í gærmorgun þegar við mæðginin sátum yfir kornfleksinu og skoðuðum Blaðið rak ég augun í mynd af nöktu fólki á reiðhjóli og spurði prinsinn hvort við ættum ekki einhverntímann að gera svona og benti á myndina. "Nei" hann hélt nú ekki "fólkið á myndinni var ekki með hjálm!"

Litli bróðir minn rak nefið inn hér áðan og skildi bílinn sinn eftir - hann var á leið frá Spáni .......eða á leið til Ameríku - er ekki alveg viss hvort var!!  Hann ætlar að skella sér með vini sínum og móðurbróður okkar. Skildist á sálfræðingnum sem verður með í för að það eina sem er bannað í ferðinni sé táfýla!!  ´

Jæja - ætla að kíkja á þennan með heilaverkinn

kveð að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband