Heimsókn í 1.bekk

Prinsinn fór í dag í heimsókn í 1.bekk. En hann er að byrja í skóla í haust, við foreldrarnir vitum varla hvað hefur gerst! Hvað varð um öll árin sex. Tíminn er farinn að líða hraðar en hann gerði. Prinsinn var ekki mjög spenntur enda búinn að kynna sér allan skólann í vetur þar sem hans leikskóladeild er staðsett í kjallara grunnskólans. Við foreldrarnir sáum í dag hvað það hafði mikla þýðingu því að hann var afar öruggur með sig, það verður þá einu áhyggjuefninu minna í haust þegar alvaran byrjar. Ég hugsa að greyjið sé haldinn lesblindu, en það er nú margt verra en það og Nabban hans er nú illa haldin af henni -en lætur sig ekki muna um háskólanám þannig að það er nú allt hægt. Hann hefur alla vega Nöbbuna sína .....þegar mamman hans fer að tapa sér! Það er náttúrulega ekki öruggt að hann sé lesblindur - en hann er talinn kandidat í það samkv. talmeinafræðingi. Og svo er hann og Nabban hans svo ótrúlega lík, hún er stundum sú eina sem skilur hvað hann er að tala um!! .......margt líkt með skyldum og það allt!!

Við erum allavega ægilega spennt fyrir nýju útikennslustofunni sem verið er að útbúa í skólanum. Það er einnig á áætlun hjá skólanum að allar tómstundir verði á tímanum 14-16 næsta vetur fyrir 1.og 2. bekk og það er ótrúlega flott, vonandi tekst það. Skólinn er líka mikið að brúa bilið milli leikskóla og skóla - af hverju eiga 5-6 ára börn að leika og læra í gegnum leik fram að hausti en setjast þá á stól með blað og blýant á borðinu fyrir framan sig!? Kennaranir í skólanum voru í heimsókn í Danmörku og sáu unga krakka skipuleggja útitónleika, þau reiknuðu út það pláss sem þurfti undir sviðið, hve margir komust á tónleikana, kostnaðinn og annað skipulag í sambandi við þá. Það er náttúrulega ótrúlegur lærdómur í því  þó þau hefðu líklega getað lært þetta allt með dæmum á blaði - en er það eins gaman? Ég sá líka í skóla úti í NY um daginn hvernig skólinn virkaði sem einskonar samfélag. Allar árgangar höfðu ákveðið hlutverk, bréf voru póstlögð hjá einum og þar voru seld heimatilbúin frímerki, allt sem kom fram á prenti var prentað af öðrum árgangi, þriðji árgangurinn sá um að handskrifa allan texta, auglýsingar og annað sem þakti veggi skólans o.fl. spennandi. 

Ég fór á námskeið í dag -var að læra á forrit sem leikskólinn á en það er þannig að hægt er að búa til gagnvirk verkefni á það. Frekar spennandi og nú langar mann að útbúa kennsluefni í lange baner. Forritið er sérstaklega hugsað í sérkennsluna -en það gefur ótrúlega möguleika í vinnu með börnum. Hugsa að ég eigi eftir að liggja yfir því næstu daga til að læra allt sem ég get um það.

Nóg í bili ÁJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Allar árgangar höfðu ákveðið hlutverk, bréf voru póstlögð hjá einum og þar voru seld heimatilbúin frímerki, allt sem kom fram á prenti var prentað af öðrum árgangi, þriðji árgangurinn sá um að handskrifa allan texta, auglýsingar og annað sem þakti veggi skólans o.fl. spennandi. "
 

Kallast þetta ekki barnaþrælkun í þróuðu ríkjunum ? 

Spurning um að lengja skólaárið um eitt ár, og láta elstu börnin sjá um kennsluna!

Jói Baldur (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:21

2 identicon

Hæ Hæ ég er nú viss um að hann Nabbi minn hefði verði allveg jafn öryggur með sig þó að hann hefið ekki verið í varmárdeild í vetur því hann er þanig gerður. og ég skal sko vera honum innan handa ef að hann reynist lesblindur og að sjálfsögðu "Snorri Vitali" líka

kv Arna/Nabba

Nabba/Arna (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband