Afmælisbörnin 12.maí

Ég gleymdi alveg að nefna það að í dag eiga tveir í familíunni afmæli. En það er tengdapabbi sem er betur þekktur undir nafninu "kallinn" eða "ævinlega" En kallinn er 80 ára í dag. Við erum mikið búin að reyna að ná í hann en ekkert gengið - kallinn er með slökkt á gemsanum einsog ævinlega! Hann skrapp norður í land í síðustu viku með bróður sínum frá ameríku og mér skilst að þeir ætli sér að skemmta sér og skandalast um allan Skagafjörð þar til um mánaðarmótin!! Ætli hann komi þá ekki suður til að halda áfram að smíða bústaðinn sinn fyrir austan eða skelli sér bara í Borgarfjörðinn og fari að huga að bústaðnum sem hann er að fara að byggja þar. Ekki slæmt fyrir áttræðan mann. Vonandi verður sonur hann eins fjörmikill og duglegur þegar hann verður kominn á sama aldur.

Hinn í familíunni sem á afmæli er móðurbróðir minn - einnig afskaplega ungur í anda þó hann verði fimmtugur að ári. Var með bílinn sinn á bílasýningu í dag. En þar var prinsinn spurður hvernig hann væri skyldur honum. Við sögðum náttúrulega að eigandi þessa flotta rauða bíls væri ömmubróðir hans, þá var ég spurð hvort ég væri ekki systir eigandans......nei ekki kannaðist ég við það (og var frekar móðguð -því ég skyldi það þannig að ég ætti þá að vera amma prinsins!!) ........en líklega hefur sá sem spurði alls ekki talið að eigandi rauða bílsins væri orðinn það fullorðinn að hann væri orðinn ömmubróðir ;)

Svo fórum við í afmælisveislu hjá einum á Hvammstanga í dag - sá átti afmæli 3.maí - algjör snillingur sá ungi maður - og auðvitað frændi minn.

Ég vona að þessir ungu menn hafi átt góðan dag í dag og eigi eftir marga fleiri góða daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband