Febrúar bloggið!

Ég verð að segja að ég er nú freeekar löt að skrifa hér inn. Get alla vega sagt ykkur núna að það er óhætt að spyrja hvernig mér gekk í prófunum - og jafnvel að spyrja hvernig ritgerðarskrif ganga hjá mér - en ég stefni að því að skila henni í vor og er í heimildasöfnun fyrir það meistaraverk sem ég og ein til gerum saman.

Á þessari önn í skólanum fékk ég að velja mér 5 einingar - svo ég valdi mér 6 einingar, frekar skemmtilegt að fá að gera það - bara einn skylduáfangi (lokaritgerðin). Ég valdi mér ákaflega skemmtilega kúrsa en fæ nú oft skrítin augnaráð frá fólki þegar ég fer að segja nánar frá þeim - þannig að hér mun ég ekki fara nánar útí það!

Núna er prinsinn á 3.ja degi í veikindum en við stefnum á að mæta á morgun í leikskólana okkar. Hann er enn ánægður með "rokkaraklippinguna" sína og það þarf sko að greiða sér á morgnana áður en lagt er af stað. Verst að þegar kamburinn er kominn þá er ekki til að tala um að setja húfu á kollinn. En þegar hann er sóttur í leikskólann sést vel að húfan hefur verið notuð því að þó hárgelið sé "tunnel prúff" þá er kamburinn lagstur í lok dags.

síjú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband