2.1.2008 | 02:02
Hugleiðingar um jólagjafirnar!
Ég er oft að hugsa um hvort jólagjafir sem gefnar eru geti valdið misskilningi? Og hvort jólagjafir sem gefnar eru með ákveðið í huga geti valdið þeim misskilningi að þiggjandinn líti á þær á annan hátt en gefandinn hafði í huga! Ég fór að hugsa mikið um þetta þegar ég stóð þriðju jólin í röð að kaupa úr handa karlkvölinni minni - ég vona ENN að hann fari að fylgjast betur með tímanum - hjá honum er klukkutíma bið ekki mikið - en þegar verið er að bíða með matinn í klukkutíma þá getur það verið ansi lengi. Hann varð himinsæll með fína úrið - ætlar að nota það spari -og finnst gaman að fá svona fallegan "skartgrip" frá mér!
Bróðir minn einn fékk blóðþrýstingsmæli og hlaupagalla frá sinni konu - Er hann ekki orðinn svo feitur að hann þarf að fara út að hlaupa og passa þrýstinginn? Nei, konan hans elskar hann svo mikið að hún vill að hann lifi vel og lengi með sér og strákunum þeirra.
Annar bróðir minn fékk m.a. ilmvatn - er svona mikil svitalykt af honum? Af hverju fékk hann ilm frá sinni konu? Það er alltaf góð lykt af honum.
Pabbi minn sem eldar mikið fékk matreiðslubók frá mér - hann "slattar og slumpar." Er ég ekki að benda honum á að nota almennilegar uppskriftir - nei, ég veit að hann á eftir að lesa bókina og um leið að þróa sinn stíl við matreiðslu enn frekar - hann mun aldrei fara eftir uppskrift - en með bókinni á hann eftir að fá góðar hugmyndir af enn betri réttum (auk þess sem honum mun líklega finnast gaman að skoða myndirnar af Nigellu sinni)
ahhh - ég er bara svona eitthvað að pæla - ég fékk nú handklæði og sápur - líklega betra að huga að sturtuferðum! Eða þá njóta þess að fara í sturtu með nýja mjúka handklæðinu okkar og nota fínu sápurnar með. Ég er alltaf að föndra eyrnalokka sem ég geng með flesta daga vikunnar - og svo fékk ég eyrnalokka í jólagjöf! Ætti ég kanski að hætta þessu hobbýi mínu? Eru þeir ekki eins flottir og ég held? Eða fékk ég eyrnalokka vegna þess að ég er alltaf með lokka og alltaf að skipta þeim út - sem sagt með mikinn áhuga á eyrnalokkum.
Nú tel ég að syfja og leti séu alveg að fara með mig - veit ekki alveg hvaða rugl ég er að bulla hér!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Athugasemdir
Er að spá kvort jólagjafirnar frá konunum okkar seigi okkur að við skullum reina að hreifa okkur mér og hugsa eitthvað um heilsuna. Maður verður stundum að spá í hlutti annars verður ekkert úr neinu bless í bili systir með hveðju frá bróðirnum sem slap við að sagt yrði hvað hann fékk frá konuni sini. Heyrumst.
Jóhannes Jakobsson, 2.1.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.