long time!!

Já, ég sé að það er langt síðan ég skrifaði síðast - í byrjun október og er þá að segja fá því hve mikið er að gera í skólanum. Ég hef eiginlega ekki átt mér neitt líf fyrir utan vinnu og skóla í haust. Skrítið að manni skyldi detta í hug að bregða sér í smá uppfærlsu! Ég hef haft ákaflega gott og gaman af náminu. Sérstaklega hef ég haft gaman að öllum verkefnunum og gengið þokkalega vel með þau. Í síðustu viku voru próf og GUÐ MINN GÓÐUR - ég held ég hafi verið alveg "úti að skíta" -veit í raun ekki undir hvaða próf ég var að lesa - alla vega ekki það sem ég fór í s.l. föstudag. En þetta er þá e.t.v. bara eitthvað sem ég verð að endurskoða þ.e. námið. Það er alla vega gaman að hafa prófað að skella sér í skólann ........en......framhaldið er ekki bjart miðað við frammistöðuna í prófinu. Ég er eiginlega enn í SJOKKI - eins með tvær samstarfskonur mínar!!!  Vil endilega biðja vini og vandamenn að ganga ekki hart að mér ef ég fer undan í flæmingi með svör við hvernig mér hafi gengið í prófunum! En nú er stefnan að sinna karlkvölinni og strákunum mínum og auðvitað sjálfri mér líka. Byrja á að fara í fótsnyrtingu á morgun með litlu sys. Það er hann stóri bróðir okkar og hans ágæta kona sem bjóða okkur. Og eftir þetta haust er ekki vanþörf á smá dekri fyrir okkur systurnar. Prinsinn er á fullu að æfa helgileik sem verður "frumsýndur" núna 12.des. Mikið hlakka ég til að sjá hann. Hlutverk hans er fjárhirðir nr.3. Eldri sonurinn er í próflestri og "gengur bara vel" einsog alltaf þegar hann er spurður. Húsbóndinn kom óvenju snemma heim í kvöld og ekki var ástæðan góð - hann fékk lokið af pappagám í hausinn og skartar nú þessari miklu kúlu á kollinum!

bless í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband