Haustverkin byrjuð!!

Jæja, nú er orðið langt síðan síðasta færsla var skráð en það er vega þess að ég er alveg föst í náminu mínu.  Er svona rétt farin að skilja allt þetta "fjarnámsumhverfi"  það er furðulegt að setjast á skólabekk við tölvuna!!  En ég held að ég sé farin að skilja flest(?)  Það var samt gott að hitta nokkrar bekkjarsystur í dag og sjá að ég er ekki sú eina sem er ekki með allt alveg á hreinu.  Prinsinn er á fullu í gítarnáminu sínu og ég veit ekkert hvernig gengur - honum finnst alla vega gaman.  Svo var hann að byrja á Tarsan námskeiði í Egilshöllinni í dag og fannst freeeekar mikið gaman.  Hann hitti félaga sinn af leikskólanum þannig að það urðu fagnaðarfundir - enda þeir ekki sést síðan á fimmtudag!!  Eldri sonurinn er á fullu í skólanum sínum og farinn að vinna með í Bónus - sagði við ömmu sína að annars hefði hann ekki efni á að vera í skóla í vetur - ég er ekki alveg að skilja hvað hann er dýr í rekstri þar sem hann býr frítt, borðar frítt, fær frítt í srætó o.sv.fr.!!!!!  Ekki er hann heldur að kaupa sér föt - þrátt fyrir margar óskir um það .......auðvitað skilur maður hann svo sem.  Hann tilkynnti um daginn að hann ætli að vera grænmetisæta í eina viku ásamt vini sínum - ég hlakka mikið til að sjá hvernig það gengur.  Kanski þetta verði svo gott og gaman að hann haldi áfram?  Karlinn er núna fyrir austan og verður þar í nótt þannig að við hin erum í snakk og nammi stuði.  Það er aldrei hægt að fá hann með í það.  Hann hringdi í dag til að segja okkur frá því að það væri bylur og skyggni slæmt!!  Brbrbrbrbrrrr er veturinn kominn?

Litla sys og strákarnir hennar skruppu norður um helgina að hitta gamla settið - skildist að karlinn hennar hafi verið æstari í að hitta tengdó en hún að hitta foreldra sína Whistling .......ég....hugsa að það sé kanski frekar leiðin norður en það að nenna ekki að hitta þau gömlu.  En auðvitað er það samt gott og gaman þegar maður er kominn á staðinn.  Mamma var einsog tengdasonurinn ánægð að þau komu því hún fékk að sofa með tvo ömmu stráka með sér í rúminu í nótt meðan karlinn var á næturvakt.  Bróðir mömmu skrapp líka norður um helgina með strákana sína og bætti einum "hvammstangara" við á leiðinni þannig að fjörið er í hámarki í "doddagatinu" þessa helgina.  Það liggur við að ég og prinisnum langi meira norður í fjörið en að fara að borða allt nammið sem við keyptum áðan!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband