31.7.2007 | 17:36
Fyrsta vikan í sumarfríinu búin!
Jæja þá erum við komin inn í aðra vikuna í sumarfríinu - og þetta er bara búið að vera þokkalegt frí hjá okkur mæðginunum - reiðnámskeiðið er búið og var víst rosalega skemmtilegt. Drengurinn kominn með það alveg á hreint að það séu ekki til svartir né hvítir hestar einungis brúnir og gráir!! Mamman búin að taka nokkuð margar myndir af honum ríðandi berbakt og með hnakk. Einnig náðist mynd af drengnum standand á hrossinu - reyndar nokkru sinnum þannig að nú er bara að framkalla.
Sjónvarpið er alveg dautt - og ekki verður reynt að gera við það en við erum bara orðin alveg þokkalega ánægð að hafa ekkert sjónvarp- njótum þess bara að hafa frið og ró. Prinsinn kvartar ekki einu sinni - kvöldunum eyðum við því bara í að spila á spil, lesa og annað skemmtilegt sem okkur dettur í hug. Við erum ekki einu sinni að nenna að fara að skoð annan imba!! Mæli bara frekar með því að fólk prófi þetta - það er kanski óþarfi að "eyðileggja" tækið sitt heldur að nota takkann sem slekkur á því
Nú styttist í að familían komi frá DK - þau eru búin að fá íbúð á AK og bara þokkalega glöð með það. Litli bró meira að segja kominn með vinnu þannig að þetta er alveg að smella hjá þeim. Ef ég þekki þau rétt munu þau fljótlega hugsa sér til hreyfings og fara úr fjölmenninu þar eitthvað út í sveit!!
Jæja nú er ég að hugsa um að fara að baka hjónabandssæluna með súkkulaðinu sem ég var að fá hjá nágranna mínum - líst svo "asskoti" vel á kökuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl vinkona, fúl á móti hér ;) Dáist hreinlega að sjónvarpsleysinu!!! Við Thelma Rán erum farnar að sakna Ásu & Dodda. Og heil vika eftir!!! Jæja við verðum fegnar að sjá ykkur aftur. P.S. Ég er nú soldið töff nágranni að næla mér sjálf í kökuna he he. Sí ja.
Lisa Birgis (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.