Komin í laaangþráð sumarfrí!!

Loksins komst ég í sumarfrí - eyddi fyrsta deginum í að laga til í þvottahúsinu, þurrka af og vökva blessuð blómin!!  Enda ekki mikið annað að gera en að vera inni vegna vætu.  Ég reyndar skrapp út til að skutla prinsinum á reiðnámskeið og svo að sækja hann aftur.  Ég átti allt eins von á að hinum brysti kjarkur en aldeilis ekki - það fyrsta sem hann sagði þegar ég sótti hann var "mamma ekki koma núna að sækja mig, komdu á eftir"!!  Hann er líklega með hrossagenið í sér sem ég er svo blessunarlega laus við.  Hann er nú samt ekki alveg með allt á tæru því hann sagðist hafa farið í "bíltúr" en þegar hann var spurður með hverjum hann hefði eiginlega farið í bíltúr svaraði hann "á hestinum" ......hann hafði sem sagt farið í reiðtúr!!  Þegar hann var að segja ömmu sinni að hesturinn hans væri svartur og hún að reyna að segja honum að hann væri þá brúnn varð hann frekar pirraður á vitleysunni  í henni - en maður verður náttúrulega ekki sérfræðingur á fyrsta degi.  Tilhlökkunin er mikil fyrir morgundeginum þannig að við hjónaleysin sjáum fram á að fá okkur hross Tounge .......NOT!!!!  Sjónvarpið okkar bilaði í gær -þannig að við getum ekkert horft á sjónvarp í kvöld - karlinn er því farinn að sofa - ég sit við tölvuna en áður en ég settist gerði ég við einar fjórar, fimm buxur sem hafa beðið eftir mér í c.a. ár!!  Held ég verði aðeins að fara að skoða þetta sjónvarpsgláp á heimilinu - þetta er þvílíkur tímaþjófur.  Ég sé svo sem ekkert fram á að fá það í bráð því það stendur enn hér í stofunni - í staðinn sé ég fram á þvílíka atorku á heimilinu og að allt sem kallar á okkur (og hefur lengi gert) verði loksins gert!!!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband