Sæl og bless!!

það er nú orðið frekar langt síðan ég skrifaði eitthvað hér - ég get því sagt þær ljómandi góðu fréttir að ég komst inn í fjarnámið mitt í kennó - skilst reyndar að allir komist i en ég verð nú að hafa smá spennu í þessu.  Litla sys og karlinn hennar verða líka í háskólanámi í haust þannig að það verður nóg að gera :)  Við vorum að passa litla karlinn þeirra um helgina - drösluðum honum norður í Skagafjörð þar sem hann gerðu góða lukku á ættarmóti - merktur "boðflenna"  en það fór eitthvað fyrir brjóstið á gömlum frænkum á ættarmótinu.  Það viss fljótt allir að þessi ungi maður væri gestur á mótinu - hann fór um víðan völl og heillaði alla upp úr skónum.  Við hjónaleysin áttum fullt í fangi með að fylgja honum eftir.  Það gekk allt vel ......nema að gista í tjaldi var ekki eitthvað sem hann var að vilja.  En eftir góðan klukkutíma - sitthvort kvöldið þá gekk þetta allt upp að lokum.  Prinsinn okkar var ekki mikið betri - hann reyndar sofnaði um leið og hann lagðist á koddann - en að koma honum á koddann var ekki það auðveldasta - mátti ekki missa af neinu.  Á ættarmótinu var margmenni og kom fólkið víða að - m.a. frá Kanada, USA og Noregi!  Okkur hjónaleysunum fannst frekar gaman þegar verið var að taka hópmyndir af ættliðum - þegar lesin voru upp nöfn systkinanna sem allt snerist um þá mætti fjöldi manns á sviðið og varla var hægt að ná öllum á mynd allt upp í 60-70 manns.  Þegar svo við áttum að fara á svið þá vorum við allt í allt ÞRJÚ!!! ......karlinn, ég og prinsinn okkar!!!  

Nabba kom færandi hendi frá London - nú skartar nabbinn hennar fótbolta búningi meða nafninu Rooney og öðrum með nafninu Ronaldinio - og er frekar stoltur - hann fór í fótbolta með pabba sínum í flotta búningnum og stóð sig vel.  Hann var líka í nýju takkaskónum sínum en þegar hann steig í kattaskít þá skemmdi það aðeins ánægjuna fyrir honum!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband