6.6.2007 | 20:38
Er jafnvel að fara í skóla!!
Jæja haldið þið ekki að mín hafi bara í einhverju bjartsýniskasti skráð sig í háskóla í gær!! Stefni sem sagt að því að vera í fjarnámi næsta vetur og ná mér í smá gráðu sem mig vantar - ég er nefnilega orðin svo öldruð að námið komst á háskólastig eftir að ég útskrifaðist og nú vantar mig gráðuna til að vera "memm". Við sóttum þrjár um frá mínum vinnustað og það er eins gott að við komumst allar inn!! Ég var náttúrulega á síðustu stundu með umsóknina - það slefaði rétt að ég næði áður en umsóknarfresturinn rann út - það vantaði 3 mínútur uppá þannig að stressið var frekar mikið þegar við mæðginin hlupum gangana inn á skrifstofu en þetta hafðist. Við héldum uppá það með því að fá okkur suðusúkkulaði og ný sængurver - "á línuna".
Dagurinn í gær varð sögulegur í bílamálum heimilisins - annað afturhjólið á nissaninum festis - þannig að hann komst ekki langt með karlinn heim úr vinnunni - þegar sonurinn skrapp svo eftir honum á súkkunni minni þá klessti hann hana!!! Ég var nú ekkert sértaklega glöð í bragði seinni part kvöldsins - eiginlega freeeekar fúl!! Mamma gamla bætti það upp með því að boða komu sína í nokkra daga - það hressti mig aðeins - við getum þá rúntað um bæinn á KLESSTA-bílnum mínum!!!!
jæja - ætli ég fari ekki að kíkja á soninn og allar ofurhetjurnar sem skruppu með honum í bað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl systir vona að þú komist í Háskóla svo ég getti sagt að allar systur minar séu í Háskóla. Bara að fólk fari ekki að spirja mig hvað ég sé eiginlega menntaður þvi ég eigi svo duglegar systtur. Kveðja frá Danmörk
Jóhannes Jakobsson, 7.6.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.