30.5.2007 | 20:06
Allt að gerast þessa dagana!
Já það er mikið að gerast þessa dagana - eldri sonurinn er að koma heim í kvöld frá Ameríku. Það verður spennandi að heyra ferðasöguna hans. Fyrsta ferðin sem hann fer einn greyjið Mér skilst að flest hafi gengi vel nema kanski það að hann týndi visakortinu sínu! Mikið langaði mig til að segja "ég sagði það....." Því að ég var ekki alveg á því að hann ætti bara að fara með eitt kort með sér út - en vonandi lærir hann bara á þessu. Fyrstu nóttina á fína hótelinu - sem leit víst bara vel út á mynd - var víst ekki sérlega góð ......eftir að það fór að rigna!!! Svo heyrði ég af verslunarferð þeirra frænda þar sem svo mikið var verslað að þeir treystu sér ekki til að ganga á hótelið - þó það hafi ekki verið nema í 15-20 mín. fjarlægð. Það er kanski gott að þeir hafi ekki tekið meira með sér en sitthvora litlu íþróttatöskuna og minn maður var með tösku sem er ekki mikið stærri en snyrtibuddan mín!!
Það sem meira er að gerast hjá mér er það að nú er "bossinn" minn að koma úr námsleyfi þannig að minn tími sem yfirmaður er að verða liðinn - og ég verð aftur óbreytt!! Það verða líklega mikil viðbrigði og spurning hvað ég nenni því lengi!!
þetta voru kanski ekki miklar fréttir?? .......fyrirsögnin stóð ekki alveg undir þessu blaðri!! En endilega kíkið á bróður minn í DK hann segir frá því þegar hann og sonurinn fóru í sjóinn og fyrirhugaðri notkun á ferðavinning eiginkonunnar!!!! - ekki missa af því
Núna er ég að hugsa um að detta í át - því að prinsinn og pabbi hans skelltu sér í sund og ég á von á góðum tíma með sjálfri mér ........í mínum uppáhalds félagsskap
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.