27.5.2007 | 00:27
best að skrifa smá á síðuna.......
......sem enginn nennir að lesa!! Það er nú bara allt fínt að frétta héðan af Gíslabala - karlinn skrapp austur til að leggja rafnmagnið í bústaðinn. Maður er nú bara farinn að hlakka til að fara þangað til að slappa smá af. Á meðan hann var fyrir austan brugðum við mæðginin okkur í Smáralindina - þar var krafakeppni í gangi sem heillaði drenginn svo mikið að ísinn hans lak að mestu niður - mátti ekkert vera að því að borða hann því að hann straði svo mikið á stóru karlana. Honum fannst ekkert smá spennandi að sjá þá lyfta þungum álstykkjum 90-120kg. upp yfir höfuðið svo fannst honum fyndið að það þurfti tvo litla karla til að taka saman hvert stykki fyrir sig "þeir voru sko ekki sterkir"!
Á leiðinni heim þá stoppuðum við í Garðheimum til að skoða aðeins þar sá prinsinn svo falleg sumarblóm að hann verð að kaupa sér blóm, líka handa ömmu sinni og henni Nöbbu sinni. Merkilegt hvað hann vill alltaf vera að kaupa blóm handa ömmu sinni! Þegar við vorum að færa Nöbbu blómin þá bauð hún okkur í vöfflur og súkkulaði og einsog það væri ekki nóg þá var okkur líka boðið í kvöldmat við rétt náðum svo heim til að horfa á Spiderman en hann hafði fengið pata af því hjá frænda sínum að myndin væri í imbanum í kvöld og vildi endilega fá að sjá. Sem betur fer þá var hann ekki mjög heillaður og vildi lítið horfa - enda ekki beint barnamynd!!!
Um daginn þegar við brugðum okkur norður þá var amma Klifurmús og afi með 6 stráka í pössun heila helgi. Við systurnar vorum að hafa miklar áhyggjur af þeim gömlu þannig að litla sys skrapp óvænt til þeirra til að kíkja á. Kom hún þá ekki að þeim gamla að steikja vöfflur og kerlingunni steinsofandi og strákarnir um allt hús að leika sér......meira að segja voru tveir vinir í viðbót í heimsókn!! Það er ekki hægt að segja að þau séu mikið að stressa sig á börnunum - ekki frekar en sínum eigin Það var skemmtileg tilviljun að akkúrat sömu helgina vorum við flest systkinin upptekin og við ákváðum að í staðinn fyrir að vera með samviskubit yfir fjölda drengja í pössun gætum við glaðst yfir því að lækna söknuð mömmu og pabba í eitt skipti fyrir öll!!! Við systurnar og karlarnir okkar gistum á Hótel Kea og það var nú ekki slæmt að gera það. Á meðan gisti eldri sonurinn á hóteli í New York og það var víst ekki alveg eins glott og H.Kea ......eða......það höldum við - við lentum reyndar ekki í rigningu þannig að við erum ekki alveg viss. Það var nefnilega þannig að þeir frændurnir í New York lentu í því að það fór að rigna og það rigndi víst ekki minna í herberginu þeirra en utan við það. Þegar stytti upp daginn eftir þá fengu þeir víst annað herbergi og eru alveg alsælir með það. Við heyrðum nokkuð mikið í þeim fyrstu dagana en eitthvað hefur áhugi þeirra á sambandi við Ísland minnkað því að það er varla hringt lengur enda eru þeir nú á leiðinni heim í næstu viku. Það er að sumu leyti afar gott því að okkar maður var ekki alltar að hugsa um tímamismun þegar hann hringdi til að heyra í okkur hljóðið!! Hef þetta nóg að sinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.