Nú er "rósað" út og suður!!

þegar yngri sonurinn var á leiðinni út að leika sér eftir leikskólann sagði hann "mamma, ég kann að rósa!  Þegar hann var spurður frekar úti hvað það þýddi var hann ekki lengi að koma með dæmi.  "Mamma þú ert með falleg augu"!!  Þegar við sátum svo við matarborðið fór hann að segja pabba sínum og bróður frá  því hvað hann væri duglegur að "rósa" og til að sýna það byrjaði drengurinn að hrósa öllum.  Mamman fékk hrós fyrir fallegt skinn (!!), pabbinn fyrir að vera með falleg augu og stóri bróðir er með svo fallegt hár.  Ég verð nú að segja að við urðum öll pínu montinn að fá þetta hrós frá honum og hrósuðum honum óspör á móti .......svona.......með þá von í brjósti að við fengjum meira "rós" ............en......það var ekki alveg að virka.  Við hrósuðum honum samt ægilega vel í lok máltíðar því að þá var hann farinn að segja Hrós með þessu líka flotta H-i.  Þetta hefur drengurinn líklegast lært á leikskólanum sínum og er það alveg frábært.  

Eftir kvöldmat skruppum við mæðginin aðeins útí garð til að laga aðeins til í beðunum.  Ekki fórum við offari í því (frekar en venjulega í garðvinnunni)  Ég afrekaði þó að týna úr runnunum pappa og poka sem hafa verið þar síðan í vetur - meðan lítli prinsinn fór í sandkassann sinn að leyta að kattarskít!!! Þð virðist því miður vera þannig að það sé alveg sama hvað gert er til að loka sankassanum helv.... kettirnir í nágrenninu virðast nota HVERT tækifæri til að laumast í kassan og gera sitt.  Það er nú alveg merkilegt hvað þeir eru duglegir að skíta annars staðar en heima hjá sér!  Ég skildi drenginn svo eftir við kattarskítsuppgröft til að skreppa í jógað mitt.  Þegar ég kom heim sá ég að grafan hans var komin í kassann.  Ég vona að það sé vegna þess hvað gaman er að leika sér að henni ekki það að kattarskíturinn sé svo mikill að nota þurfi "stórvirkar" vinnuvélar til að moka upp!  Vorverkin í garðinum finnast mér afskaplega leiðinleg líka sumar-, og haustverkin þannig að nú í ár tókum við þá ákvörðun að fá duglega menn til að koma og klippa runnana.  En runnarnir hjá okkur voru alveg svakalega flottir þar til prinsinn fæddist þá einhvern veginn nenntum við þessu ekki - núna þurfa þvú runnarnir gott "klipp" til að bjargast og ekki verra að fá fagmenni í það.  Við ætum þá kanski að geta klippt þá til í framhaldinu!  En ég er hræddust um að þegar við erum komin á lagið með að láta aðra sjá um þetta nennum við ekki að gera meira.......og það er ekki alveg að borga sig til lengdar.  Sá í blaði í dag hjón á Agureyris sem höfðu malbikað garðinn sinn - ég dauðöfunda þau af því.  Og ég setti það á 10 ára planið mitt.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband