Síðustu dagar.....

......hafa verið svo fljótir að líða að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa á bloggið okkar.  Við komumst heilu og höldnu heim í Heiðardalinn.  Á leiðinni heim af flugvellinum fréttum við að við (sérstaklega húsmóðirin) ættum að undirbúa okkur undir það að húsið okkar væri ekki í góðu standi.  Það höfðu sem sagt tveir herramenn kíkt á eldri soninn og sjónin sem blasti við þeim var ófögur.  Það sátu sem tveir ungir menn inni í stofu að góna á imbann með tóma pizzukassa, hálf tómar kókflöskur, glös og skálar allt um kring.  Gólfið var víst FREKAR skítugt og þessir (eldri) herramenn höfðu ALDREI séð húsið í þessu standi og kvöddu víst með þeim orðum að best væri fyrir ungu mennina með mikla sjónvarps-, og pizzu-áhugann að drattast á fætur og taka til hendinni ef þeir vidu "lifa" heimkomu húsmóðurinnar af!!!!! Ég verð að segja að ég kveið heimkomunni og við fórum að dóla okkur heim.  Stoppuðum í búð og hjá tengdó til að eyða tímanum.  Loksins þegar kjarkur minn elfdist var ákveðið að drattast heim.  Ég æddi inn - viðbúin hinu versta - .........en viti menn.......eldri sonurinn tók á móti okkur með kossi, faðmlagi og óaðfinnanlegu húsi!!!!  Þegar á hann var gengið þá sagðist hann nú bara hafa eytt u.þ.b. 30 mínútum í að taka til......!!Miðað við lýsingar á húsinu fyrir heimkomu þá trúi ég því tæplega - en er ekkert að vandræðast með það þar sem gleði mín var ákaflega mikil yfir framtakinu hvort sem það tók hálftíma eða hálfan daginn!!!  

Eftir strembna 4 daga vinnuviku (síðustu viku) var stefnan tekin í bústað þar sem átti að hvíla sig og það var sko gert - lifðum algjöru letilífi yfir helgina - með góðum vinum okkar - lágum í pottinum, drukkum og gerðu EKKI NEITT - Við mælum með svona helgum og erum strax farin að hlakka til þegar bústaðirnir okkar - fyrir austan og vestan - verða tilbúnir til að eyða þar nokkrum dögum í ró og næði að ég tali nú ekki um í algjöru letikasti Grin

Allt ferðalagið úti og svo helgin í bústaðnum hafa haft þau áhrif á heimilislífið að allar rútínur með soninn hafa farið út og suður - foreldrunum til ama - en þó ekki meira en það að þau eru ekki enn búin að telja í sig kjark til að fara að snúa því við .......en það hlýtur nú alveg að fara að skella á.......vonandi.......það er alla vega á dagskrá!?!?!

Dagurinn í dag fór ekki í kröfugöngur - en samt gekk ég nú bara alveg þokkalega mikið.  Strákarnir hennar litlu sys voru hér í dag meðan pabbi þeirra var að flytja búslóðina þeirra og litla sys að lesa undir próf - og litli karlinn hljóp um allt húsið þannig að varla mátti líta af honum - þá var hann týndur!!  Eftir að þeir fóru skrapp ég með vinkonu minni á Kjarvalsstaði þar sem okkur hafði verið lofað kleinum og harmonikkuleik - við vinkonurnar náðum rétt síðustu hljómum nikkunnar - en við fengum kleinu.  Mikið var nú gaman að skoða verk allra listamannanna sem þar hafa aðsetur.  Við vorum í essinu okkar þar - eftir heimóknina þangað skelltum við okkur á myndlistarsýningu í Keramik fyrir alla og skoðuðum frekar flottar myndir.  Ég heillaðist algjörlega að einni - sömum mynd og vinkonan og vona innilega að hún skelli sér á hana þannig að ég fái að njóta myndarinnar með henni Tounge   ..............talandi um myndir ........við hjónaleysin sáum mynd um daginn til sölu sem við erum enn að hugsa um - við erum að verða svo miklir menningarvitar!!  Eða þá að þetta er aldurinn og okkur farið að gruna að fjölfaldaðar myndir í ódýrum römmum séu ekki miklar fjárfestingar......né það flottasta á veggjum!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband