22.4.2007 | 17:10
Jæja þá koma smá fréttir frá okkur í DK
Núna erum við á heimleið - ferðin hefur gengið vel. Við höfum samt aðallega gert ekki neitt en það var líka markmiðið. Dagurinn í gær var að vísu strembinn því við fórum bæði í tívolí og í dýragarðinn í Köben. Auðvitað voru íslendingar allsstaðar en það er nú ekkert nýtt. Við höfum að vísu verið dugleg að heimsækja verkfærabúðir því að húsbóndinn er alveg heillaður á verðinu þar og hefur keypt slatta til að laga hjólin sín. Frúin hefur keypt sér hjólatösku þannig að þetta verður fínt í sumar við mæðginin komum hjólandi á reiðhjólunum okkar á eftir karlinum á mótorhjólinu með nesti í nýju hjólatöskunni Núna er verið að grilla kálfakjöt handa okkur og það verður spennandi því að húsmóðirin hefur ávallt neitað að borða það en getur það ekki núna þar sem hún er gestur og þá hagar maður sér vel. Ég á nú samt ekki von á öðru en að það verðu gott einsog annað sem okkur er boðið hér í DK. Núna eru strákarnir í bleyti í baðkarinu - þeir frændur voru í dag að horfa á fálka og erni á einhverjum bæ hér rétt hjá - á meðan við "kerlingarnar" fórum í smáááá verslunarferð - enda ekki seinna vænna. Læt þetta duga að sinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.