Páska"fríið" er ekki alveg að.......

...........gera sig hér á Gíslabalanum.  Dagurinn í gær var reyndar alveg ælulaus!!  En viti menn ég vaknaði upp við óhljóð í nótt og var upptakanna að leyta hjá húsbóndanum!!  Greyjið er kominn með ælupestina einsog synirnir hafa verið með undanfarið.  Ég sé ekki alveg fram á að páskaeggin gangi vel niður í fjölskylduna þar sem þeir ungu hafa ekki fengið neina lyst af ráði og sá "gamli" búinn að missa lystina.  Það er reyndar ekkert að minni matarlyst en ........hún mætti alveg vera aðeins minni!!  Ég var að heyra í þeim fyrir norðan og þar er mikið fjör, páskaegg upp um alla veggi, búið að fara í messu og miðlungurinn hans Lumma búinn að missa tönn.  Afi aðstoðaði hann víst eitthvað enda maðurinn alvanur að kippa tönnum úr börnum!  Þó húsbóndinn hafi verið að æla í nótt þá var hann ekki það veikur að hann hafi misst af formúlunni sinni - það þarf nefnilega heilmikið að ganga á til að hann missi af henni.  Hann er reyndar sofandi núna en er freeeekar slappur.  Ég og litli prinsinn erum að hugsa um að skreppa út og hressa okkur aðeins við - það er að verða nóg komið af veikindum á þessu heimili þessa páskana.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband