Komin í páskafrííí!!!!!!

Jæja þá er loksins páskafríið byrjað hjá okkur öllum og það byrjar ekki vel!!  Báðir synirnir á heimilinu eru lagstir í ælupesti og skiptast á að æla.  Í augnablikinu hefur sá yngri betur -þ.e. búinn að æla oftar en í gær var það sá eldri - við erum að vona að þetta verði ekki mikið meira en sólarhringspesti hjá þeim!!  Karlinn á heimilinu er á fullu að skipta um blöndunartæki á baðinu og gengur bara ágætlega en það er samt ekkert æðislega skemmtilegt að vera vatnslaus meðan strákarnir eru að æla!  En við sjáum fram á að þetta sé allt að koma.  Og pössum okkur á að vera ekkert að kvarta því að það hefur ekki gefist vel Wink  Í gær voru frændur okkar á Selfossi í heimsókn meðan foreldrarnir skelltu sér á blúshátíðina í R.vík og ekki var leiðinleg að hafa þá.  Í tilefni dagsins var pöntuð pizza.  Prinsinn var alsæll með gestina sína enda voru þeir duglegir að leika við hann.  Það var spilaður fótbolti fram eftir kvöldi á pallinum, byggt úr kaplakubbum, teknar ótal myndir og við fræddumst um ótrúlega hluti frá "Ripley".  Við vorum að spá í að skella okkur norður um páskana - leggja í ann á morgun og gera kerlingunni illt við með því að baula á glugga í Oddagatinu en þar sem helmingurinn af okkur er ælandi  verður ekkert af því - því miður.  En við skellum okkur bara fljótlega norður og vonum að litla sys og strákarnir hennar hafi ofan af fyrir gamla settinu á meðan fyrir norðan.  Það er meira að segja auka barnabarn á leiðinni norður - því miðlungurinn hans Lumma skellti sér með í páskafrí til ömmu og afa.  Var að kjafta við litla bróa í DK og hann stóð úti að grilla í frekar góðu veðri.  Erum farin að hlakka mikið til að heimsækja hann.  Ég datt inn á hárgreiðsustofu í gær og lét klippa mig - og er þokkalega ánægð en get ekki beðið eftir að fara í sturtu til að skola úr hausnum hlev.... hárgelinu sem var mokað í hárið.  Hárið var svo vel mótað að það hefur ekki hreyfst úr stað síðan í gær!!!!  Ég bið nú frekar um það standandi í allar áttir -eða bara alveg sleikt niður frekar en með "lyftingu" sem haggast ekki í mörgum vindstigum.  Jæja ætli ég hætti ekki að hanga hér og reyni að ná sambandi við sófadýrið sem er að fá ferköntuð augu vegna imbakassaáhorfs - en greyið litla hefur varla gert annað í dag en horfa, æla og drekka eplasafa.  

YES, YES, sturtan er komin í gagnið Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband