Margbreytilegi veður-dagurinn!

Þegar við vorum að dröslast út í morgun -ég og prinsinn þá var hring í okkur af stóru strákunum okkar til að segja frá því að hálkan væri virkilega slæm og umferðin rétt silaðist áfram!!  Við létum það lítið á okkur fá og fórum af stað.  Allt gekk bara vel þar til sá litli var kominn í öruggt skjól á leikskólanum sínum en þá var mamma hans eitthvað farin að flýta sér of mikið og sletti rassinum svona svakalega á hringtorginu að það hefði nú getað farið illa.......ef einhver hefði verið á ferðinni!!  (insk. hér er verið að tala um afturendann á súkkunni -ekki stúlkunni)  Ég komst samt klakklaust í vinnuna.  Í þau skipti sem ég kíkti út í dag þá snjóaði stöðugt - og þegar ég skrapp á tvo fundi út í bæ var líka snjókoma!!  En þegar ég sótti þann litla á leikskólann var komin þessi rjómablíða með sól og alles.  Við skelltum okkur heim að ná í reiðhjólin okkar og brunuðum af stað - þar sem við sátum svo í rólegheitum og nutum veðurblíðunnar og vatnssopans sem við tókum með þá er aftur hringt til að segja okkur frá þessu svakalega hagléli sem barði allt að utan hjá þeim elsta!!  Mikið vorum við heppin að vera í 20mín. fjarlægð með heiðan himinn yfir okkur og í alla staði frábært veður.  Þegar við svo sátum og vorum að borða plokkarann sem var í matinn þá fer aftur að snjóa!!  Við erum ekki alveg að skilja þetta! Sérstaklega ekki sá litli því hann er farinn að bíða eftir páskunum og af einhverjum ástæðum heldur hann að þeir komi þegar farið að snjóa!!  Hann stökk til við matarborðið og ætlaði að ná í páskaeggið því það var farið að snjóa!  Annað hvort var hann að stríða okkur eða að reyna að finna eitthvað betra að borða en plokkarann!!   

Þegar prinsinn er fýldur á hann það (of oft) til að nota það sem við í daglegu tali köllum "fýluröddina"  Við foreldrarnir þykjumst ekkert skilja hvað hann segir þegar hann er í þeim hamnum.  Í gær var hann að spekúlera eitthvað mikið þegar hann var á leið í pössun og segir skyndilega "Mamma, þegar ég nota fýluröddina er það útlenska, ameríska eða íslenska?"  Það er von að barnið spyrji!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband