Róleg og næs helgi.

Helgin er búin að vera þokkalega róleg og góð.  Byrjaði að vísu með smá djammi - en það var nú bara vegna þess að okkur var boðið á opnun á nýjum pöbb.....og það er dónalegt að mæta ekki!!  Reyndar spillti ekki fyrir að það voru góðar veitingar (og fríar ;)) góður félagsskapur að ógleymdri góðri hljómsveit - ég er nefnilega farin að fíla blús - enda ekki skrítið þar sem annað fer ekki á "fóninn" hér í Gíslabala.  Við pikkuðum upp á leiðinni heim hann stóra bróður minn - hann gistir alltaf hjá mér þegar áfengi kemur við sögu í suðurferðum hans -en annars gistir hann hjá litlu systir!!  Já það er ekki gott að "slaga" heim um miðja nótt til áfengisráðgjafans Devil .....miklu betra að fara í Gíslabalann og jafnvel fá sér einn fyrir svefninn með húsbændum Grin   Á laugardeginum brugðum við prinsinn okkur í IKEA með fleirum - til að versla eina eldhúsinnréttingu fyrir "krossinn" og að sjálfsögðu varð fyrir valinu RAUÐ innrétting - frekar flott - nú langar mig til að fara að skipta hér heima.  Það var svo annar næturgestur hjá okkur í nótt því hann litli bróðir kíkti í gær til okkar og miðlungurinn hans fékk að vera eftir - þeir frændur kúrðu saman í nótt og léku sér alveg ægilega vel saman í dag.  Þegar miðlungurinn er hér þá verður mér oft hugsað til þess þegar hann sá krossinn um hálsinn á mér og sagði "vá, flott flugvél!" - hann er svo yndislegur.  Seinni parturinn í dag fór í að setja upp hillur í skúrnum - ég gerði það reyndar ekki sjálf - en nú er mig farið að hlakka til að henda drasli upp á þær þó mig gruni að þær séu hugsaðar undir varahluti i MÓTORHJÓL!!!!  Við prinsinn tókum okkur til í gær og keyptum SILKI-páskaliljur!!!  já ég hélt ég myndi ALDREI kaupa silkiblóm en svei mér þá - þær eru bara frekar flottar - skulum segja FJARSKA-fallegar.  Prinsinn keypti náttúrulega líka páskaliljur hand ömmu sinni en mikið varð ég nú - aumingjaleg þegar tengdamamma sagðist ætla að drífa sig í að setja þær í vatn og ég tuldraði "þær eru nú ekki lifandi, við vildum að þú fengir að njóta þeirra ár eftir ár Blush "  En að venju var hún tengdamamma bara ánægð og glöð með það.  Við vorum dugleg að drita páskaskrautinu upp þegar við komum heim - eigum bara eftir að kaupa páskaegg en það verður nú alveg örugglega gert vegna þess að við erum að safna málsháttum!!  Húsbóndinn skrapp austur fyrir fjall til að kíkja á sumarbústaðarlóð með pabba sínum og leist þeim víst bara vel á - skil ekki alveg hvað þeir ætla að gera með annan bústað....en við sjáum til!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband