Helgarfríið okkar!

Helgarfríið byrjaði vel - við vorum ekki lengi að koma okkur á áfangastað.  Stoppuðum að vísu á Selfossi til að versla mat - og ekkert smá af mat, aðallega einhverri óhollustu sem við erum að reyna að borða ekki mikið af!!!  Við keyrðum í nokkra hringi áður en vð fundum húsið okkar og festum okkur næstum því þrisvar sinnum!  þegar við vorum búin að grilla lögðumst við öll fyrir framan imbann og slöppuðum af, litli prinsinn rotaðist alveg um leið - spennan hafði verið mikil.  Foreldrarnir nýttu sér tækifærið til að skreppa í pottinn - sátum þar með rauðvínsglas í stórhríð sem truflaði ekki mikið stemmninguna.  Þegar húsmóðirin dröslaðist framúr á laugardeginum höfðu þeir feðgar verið á fótum í þó nokkurn tíma vegna tímatökunnar í formúlunni.  Áfram snjóaði á laugardeginum og seinni partinn ákváðum við að fara og skoða færðina - við gátum spólað okkur uppá veg í hríðinni - stoppuðum í næstu sjoppu, þar sem fátt var um fólk - nema slatti af vel útbúnum jeppakörlum að tala um færðina!  Þegar við héldum aftur í bústaðinn var fennt í okkar slóð en létum það ekki á okkur fá.  Þegar við litum út um gluggan stuttu síðar -var aftur fennt í okkar slóð!! .......það fannst okkur verra og ákváðum í skyndi að pakka og drífa okkur í bæinn.  Ferðin heim gekk vel - reyndar lélegt skyggni á heiðinni og smá skafrenningur.  Eldri sonurinn varð ekkert sérstakelga glaður að sjá okkur því hann var líklega búinn að skipuleggja kvöldið - og við vorum ekki í því plani!!  En eftir að hafa "mútað" honum og vini hans með pizzu þá tóku þeir gleði sína að nýju.  í dag þegar við vorum að hlusta á fréttirnar um færðina vorum við bara frekar glöð að hafa lagt af stað degi fyrr en áætlað var.  Dagurinn í dag nýttist vel til þrifa á húsinu - því þegar við vorum að þrífa bústaðinn fórum við bæði að hugsa "kanski við ættum að gera þetta heima hjá okkur" Blush  Við erum þrátt fyrir allt himinsæl með helgina því við slöppuðum virkilega vel af.  Það að borða góðan mat, fara í pottinn, lesa og leika við prinsinn gerði okkur öllum virkilega gott.  En við ætlum að muna að í næstu sumarbústaðarferð um miðjan vetur væri algjör snilld að fara á jeppanum okkar en EKKI frúarbílnum!!! 

Eftir öll þrifin í dag er aftur komin knýjandi þörf mín til að BREYTA heima hjá mér.  Ég skil ekki af hverju ég þarf alltaf að vera að því!  Þegar ég stóð í stofunni í dag og sagði "ég var að hugsa" var minn fljótur að kalla "strákar, passið ykkur hún vill fara að breyta!"  Hann hafði varla sleppt orðinu þegar þeir þrír hurfu gjörsamlega??  Ég verð líklega að fá utanaðkomandi aðstoð að þessu sinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband