Á leið í helgarfrííí!!

Þrátt fyrir veður-, og bílhræðslu mína ætlum við að skella okkur austur fyrir fjall. Prinsinn verður bara að vera með húfu á höfðinu í pottinum um helgina!  Ég hafði einhverjar áhyggjur af því að við ættum engan mat til að taka með okkur -en er nú mikið létt því við verðum víst ekki langt utan alfaraleiðar!  Og það er víst verslun í nágrenninu.  Við erum búin að pakka fötum, bókum, dóti, spólum og diskum þannig að það á sem sagt ekki að nýta sér helgina til útiveru - heldur bara slappa af og gera ekki neitt.  Ég vona að eldri sonurinn hafi það huggulegt á meðan - það er víst ekki slæmt að vera einn heima þegar við bregðum okkur af bæ - og svo er náttúrulega fullt af ættingjum og vinum í nálægð þannig að áhyggjur okkar eru engar.  Ég er alveg búin að fá nóg af veikindum þessa vikuna þannig að ég vona að okkar skammtur sé búinn og það erlangt þangað til ég fer að grobba mig í vinnunni af því hvað sonur minn sé alltaf hress.  Ég var nefnilega að grobba mig á mánudaginn -í hádeginu og svo var hringt í mig kl:15:00 til að segja mér að hann væri orðinn veikur og líklega best að sækja hann í leikskólann!!  Jæja - þá er best að halda áfram að pakka - við ætlum að taka hálfa búslóðina með.....að venju því maður........veit aldrei!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband