15.3.2007 | 22:03
Lasarusinn!
Jæja nú er loksins farið að sjá fyrir endann á veikindum sonarins. Hjúkkan sem kom í kvöld var alveg sammála móðurinni að ekki væri prinsinn mjög lasinn og mælti með að það þyrfi að fara að skella honum í bað til að þvo af honum veikindin! Eftir baðið leit hann miklu betur út - hreinn og strokinn en ég þori ekki að senda hann í leikskólann á morgun - held honum heima ....alla vega inni fram á mánudag. Við ætlum nú samt að skella okkur í bústað um helgina en halda okkur innan dyra við spilum þá bara meira, föndrum og höfum það næs í stað þess að sitja í pottinum einsog ætlunin var. Þegar ég verð búin að slappa af um helgina með þeim litla og stóra er stefnan tekin á að skreppa á Nordica spa og láta dekra enn betur við sig. Við systurnar ætlum að skella okkur í boði stóra bróður og mágkonu okkar. En ég verð nú að segja að nú er hún litla systir er loksins búin að fá hann Snorra sinn til landsins og vonandi fer hann að verða henni til mikillar aðstoðar við háskólanámið.
Mömmu datt í hug að senda pabba suður til að létta á sunnlensku heimilunum - hann gæti tekið að sér að sjá um veiku strákana sína - en hætti fljótlega við það þegar hún fattaði að hann hefur náttúrulega engan tíma til þess vegna anna við ensku-, og tölvunámskeiða. Karlinn er tekinn uppá því "á gamals aldri" að læra og læra. Ef hann er ekki að því þá er hann í sumarbústaðaferðum með "körlunum". En sú "gamla" situr heima og les- hún er nú alveg agalega ánægð með það.
Ég verð nú að monta mig á því að ég er búin að hjóla mikið á nýja hjólinu mínu - NEI það er EKKI mótorhjól .......en næstum því!! Ég er samt ekki eins dugleg og litli bróðir í DK sem hjólar 33 km. á hverjum degi - en hann hefur nú góða ástæðu því að hann verður að gera það til að geta drukkið allan bjórinn sinn! Ég stefni að því að ná 33 km. á næstu mánuðum - og skrifa það hér til að einhver spyrji mig. Annars var ég eiginlega búin að fá loforð frá öllum sem vissu um hjólið að þeir myndu ekki spyrja mig hvernig gengi en ég sé það núna að það er einmitt það sem þarf!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.