Árinu eldri!!

Það sem hefur gerst frá síðustu færslu er að nú er ég orðin árinu eldri - litla systir líka þannig að aftur eru orðin 10 ár á milli okkar.  Á afmælisdaginn þegar ég var að ganga frá eftir matinn birtist hún mamma mín á eldhúsglugganum og ég hélt sem snöggvast að þetta yrði minn síðasti afmælisdagur!! Ég jafnaði mig samt fljótlega en þar sem henni fannst þetta ótrúlega skemmtilegt þá dreif hún sig daginn eftir til litlu systur minnar til að gera henni bilt við með því að birtast á hennar eldhúsglugga á hennar afmælisdegi - mikið skemmti móðir okkar sér vel við að bregða okkur systrum!

Þar sem þau gömlu voru komin í bæinn þá var farið af stað í verslunarleiðangur um allan bæ og svo var borðað með öllu liðinu - c.a. 15 manns og mikið var það nú gaman og ekki var síðra þegar við hittumst í keilu á sunnudeginum.  Sá gamli hafði aldrei komið í keilusal en hann rúllaði þessu sunnlenska liði algjörlega upp!!  Hann brilleraði sá gamli og nú verður þetta enn eitt af því sem gera þarf í suðurferðum - þ.e. að skella öllu liðinu í keilu.  Ég vil ekkert fara nánar útí það hvernig gekk hjá mér - en get þó grobbað mig á því að litli prinsinn minn er verrri í keilu en ég - miðað við stigafjölda!!

Rauðu augun mín jöfnuðu sig algjörlega eftir að ég fékk dropa í þau - en mikið and..... var vont að setja þá í augun.  Ég var reyndar orðin svo slæm að ég þurfti að ganga um með sólgleraugu - hugsa að flestir hafi haldið að ég væri að fela glóðarauga - en það verður bara að hafa það.  

Litli prinsinn er núna lagstur í eitthvað! - hann var sendur heim í dag af leikskólanum og sefur núna - er frekar slappur, ég er að vona að þetta sé sólarhrings hitavella því við verum svo upptekin um næstu helgi.  Aumingja barnið fær engann frið til að leggjast í veikindi.  Reyndar var líka afskaplega mikið að gera hjá okkur síðustu tvær helgar en vonandi fer þessu að ljúka.

Í dag fjárfesti fjölskyldan í þrekhjóli - eða ég gerði það - en náttúrulega með hagsmuni allra að leiðarljósi.  Ég bið þá sem þekkja til að spyrja ekki hvernig gangi að hjóla - ég mun grobba mig að fyrra bragði - eða ekki nefna það einu orði hvernig mér gangi!!  Ég er reyndar í dag búin að hjóla 5 km. í c.a. 15 mín. þannig að þetta er allt á góðu róli Tounge  Svo er bara að sjá hvað húsbóndinn gerir í kvöld þegar ég verð í jóganu mínu.  Vonandi hjólar hann eitthvað - ég stillti hjólinu upp fyrir framan imbakassann til að hafa það á nógu áberandi stað!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband