Rauð augu o.fl.

Ekki er útlitið á mér uppá marga fiska í dag - rauð og þrútin um augun og með kvefdrullu - ég geng því um einsog ég sé út grátin því að augun eru rauð og ég alltaf að sjúga uppí nefið. Var spurð 2 sinnum í dag af góðhjörtuðum vinnufélögum hvort ég hefði verið að gráta!!  Þegar sonurinn var sóttur á leikskólann setti ég því upp sólgleraugun áður en ég gekk inn.  Þegar við komum heim fengum við okkur tertusneið af tertunni sem ég bakaði í gær í tilefni af því að það var mánudagur í lok febrúar.  Eftir góðann bita skelltum við okkur í Dvergabyggð til að skreyta kertakrónu systur minnar svo hún fengi frið til að læra með honum Snorra sínum.  Krónan var víst farin að fara svo í taugarnar á henni að hún gat ekki einbeitt sér að neinu.  Þegar verkið var rétta hafið kom útkall á mig og yfir-dverginn í Dvergabyggð vegna flugvélar sem var snúið við - meðan við biðum eftir frekari boðum kláraði ég að skreyta og þetta varð svona líka rosalega fínt hjá okkur systrunum - næstar skref hjá okkur er að drýgja dekjurnar með skreytingum í heimahúsum - enda við annálaðar fyrir fallega skreyttu heimilin okkar.  Sem betur fer var afturköllun vegna flugvélarinnar - allt gekk vel þannig að við mæðginin drifum okkur heim í pylsupartý - vegna þess að húsbóndinn var að vinna.  Eftir matinn snöruðum við í eitt bananabrauð - veit ekki alveg hvað er að gerast með okkur - í þriðja sinn á innan við viku sem við erum að baka - erum að verða einsog litli bróðir -hann Ólafur Silkipungur!! 

Eldri sonurinn var að sýna okkur myndir af systur sinni sem voru teknar af því að hún er að taka þátt í fegurðarsamkeppni - og er hún bara nokkuð falleg stúlkan sú.  Og er ég ekki frá því að ég sjái systkinasvip með þeim tveim. Sé hann allavega ef ég ímynda mér hann örlítið grennri með sítt dökkt hár - þá er það ekki spurning að svipurinn kemur fram.  

Litli bróðir í DK var að segja mér að hann hefði farið hjólandi í vinnuna í snjónum meðan slatti af samstarfsfólkinu hans mætti ekki vegna snjóa - hann sagði líka að færðin væri ábyggilega betri ef þessum litla snjó væri ýtt í skafla við göturnar.  En annars er hann vanur svo miklum snjó að það er ekkert að marka hvað honum finnst  Grin

Jæja, nú eru augun farin að kvarta vegna dvalar fyrir framan skjáinn - skrifa meira síðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband