22.2.2007 | 22:17
Öskudagurinn o.fl.
Við mæðginin klæddum okkur upp í tilefni dagsins - sá litli í spiderman-búningnum en mamma hans sem norn. Við vorum víst óþekkjanleg og fannst það ekki leiðinlegt. Nabba frænka þekkti ekki systur sína nema á hattinum -sem hún á sjáf. Nabban var klædd og máluð sem sjóræningja-ljón og vakti mikla lukku. Við systurnar eigum ekki langt að sækja þá "vitleysu" að klæða okkur upp á öskudaginn því hún mamma okkar gerði það líka. Ætli við verðum ekki eins þegar við erum farnar að nálgast eftirlauna aldurinn - nema ég veit ekki alveg hvort við myndum klæða okkur einsog mamma!!
Í kvöld borðuðum við systurnar saman vegna þess að báðir "karlarnir" okkar voru að vinna - litla systir bauð mér uppá þetta fína pasta með beikonostasósu. Strákarnir gæddu sér á pizzu. Sá yngsti fékk svo klippingu að afloknum kvöldverði. Honum leist mátulega vel á klippinguna. Fannst ekkert gaman að sjá ljósu-engla-lokkana falla en þegar maður er farinn að líta út einsog lítil falleg stúlka þá er tími til að gera eitthvað í málinu - sérstaklega er maður er stór og flottur strákur. Hann hefur líklega hugsað eitthvað svipað og frændi sinn eftir klippinguna um daginn þegar hann sagði: Mamma, þú ert búin að eyðileggja hárið mitt"!!
Um daginn fóru prinsinn okkar og stóri prinsinn í Dvergabyggð í sund með okkur hjónaleysunum. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi - nema það að í sundi hittum við strák sem heitir Jökull. Þegar eldri prinsinn kom heim til sín og var að segja mömmu sinni frá sundferðinni - sagði hann: "Mamma, við vorum að leika okkur við strák sem heitir Klaki!"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.