11.2.2007 | 13:41
Dverga pass o.fl.
Nú verð ég að fara að verða duglegri að blogga finnst mamma er búin að finna út hvernig hún á að skoða bloggið okkar.
Við eyddum föstudeginum og laugardeginum í að passa litlu frændur okkar í Dvergabyggð og haldið þið að sá litli hafi ekki tekið uppá því að verða veikur. Hann ældi nokkru sinnum yfir sig og svo auðvitað yfir frænku sína og sófann!! Að auki fékk hann þessa fínu kúlu á ennið - þannig að hann var ekki í góðu ásigkomulagi þegar foreldrarnir komu til baka. Ætli við fáum nokkuð að passa aftur!! En sem betur fer þá náu foreldrarnir því að slappa vel af í bústaðnum og soooooofa lengi en það var víst aðal markmið ferðarinnar. Sá litli er víst eitthvað að skána sem betur fer og þau eru úthvíld til að takast á við veikindin sem verða því miður líklega eitthvað næstu daga.
Nú er sá litli og pabbi hans í sundi meðan ég sit heima og veit ekkert hvað ég að gera því það er svo sjaldan sem ég er ein heima. Eldri sonurinn er sem betur fer sofandi inni í herberginu sínu en ég segi sem betur fer því í gær ætlaði hann að flytja að heiman. Hann varð eitthvað fúll þegar honum voru settir afarkostir með umgengnina um herbergið sitt - eitthvað fauk í drenginn - hann fyllti Krónu-poka af fötum og gekk út. Hann kom reyndar aftur heim -eftir c.a. 3 mínútur því þegar hann var að ganga sá hann að líklega yrði bara betra að vera og taka til. Hann hefur reyndar ekki gert það en við bíðum spennt. Við erum víst afskaplega þreytandi foreldrar því við tuðum ENDALAUST við hann um umgengnina - en það verum við að gera því ekki megum við taka til og ekki nennir hann því!! Næsta skref hjá okkur er að tala við "sálann" okkar og fá hjá honum ráð til að fá barnabarn systur sinnar til að fara að taka til - ráðin hans hafa reynst okkur vel í gegnum tíðina.
Nú er 112 dagurinn í hámarki og við fjölskyldan erum að fara að kíkja á félaga okkar í Smáralindinni og sjá hvað þeir eru að gera.
"Mamma, hvernig finnst þér bloggið okkar?"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.