Nýr ísskápur!!

Maður er nú ekki lengi að sannfæra betri helminginn um nauðsyn góðra heimilistækja umfram góðra mótorhjóla .......NOT - nema í þetta sinn.  Ég er semsagt stoltur eigandi ísskáps sem stendur í kassa á miðju eldhúsgólfinu.  Svo á ég góða systur sem hefur eignað sér svo góðan afa - að hún er búin að redda því að afi "hennar" ætlar að hjálpa okkur að koma ísskápnum fyrir í eldhúsinu okkar Grin  Ég er nú svo ánægð með að nýji skápurinn er kominn í hús að ég er alveg sátt þó hann verði ekki settur upp strax - enda á ég slatta af límbandi til að loka hinum gamla með.  

Við vorum alveg að tapa okkur yfir leiknum í kvöld - og á loka mínútunum gat ég ekki meira - gekk um gólf og var ekki mönnum sinnandi - gat ekki horft.  Þetta var grátlegt - en svona gengur þetta víst Crying

Það er verst að í fjölskyldunni eru 6 danir ....eiginlega 7 með þessum bróður mínum sem býr í DK maður er því ekkert mikið að tjá sig við um leikinn við þau - enda skilst mér að það séu erfiðustu leikirnir fyrir þau þegar Ísland og Danmörk eru að keppa - vita ekki alveg hverjum þeir eiga að halda með.  Annars heyrði ég í vinnufélaga mínum áðan og hún var alveg með það á hreinu hvernig við hefðum unnið - verst að hún er ekki landsliðsþjálfari!!!....... Whistling

Jæja nú er um að gera að skella sér snemma í draumalandið -kom nefnilega við á bókasafninu í dag  og þá er svoooooo gaman að fara að sofa á skikkanlegum tíma .......allavega að fara í rúmið og núna bíður indjáninn hans Jóns Gnarr eftir mér- vona bara að hann verði góður!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband