Hárlitun!!

Snillingnum mér fannst dagurinn í dag endilega vera dagurinn til að lita hárið.  Eftir nokkrar tilraunir til að fá tíma í litun ákvað ég að þetta væri nú s.s. ekkert erfitt verk að framkvæma sjálf.  Skellti mér í apótekið og skoðaði liti - braut einn sjampóbrúsa í leiðinni - ekki í fyrsta sinn sem ég geri það.  Litaspjöldin með gervihárunum voru nú ekkert sérstaklega spennandi en svo sá ég einn og spurðist fyrir hvort kerlunar þarna þekku þennan lit.  Mikið rétt, ein kannaðist við litinn (gruna hana reyndar um að lita hárið á sér sjálf) og sagði hann frekar dökkan.  Ég lagði því ekki í hann og skellti mér í hina búðina í bænum - Bónus.  Þar fann ég þennan fína lit - reyndar frekar dökkan að sjá - en hann hét eitthvað ......brun - ákvað að skella mér á hann því ég var líka orðin of sein að sækja drenginn á leikskólann og ekki vill ég styggja leikskólakennarana Tounge  Við sonurinn tókum okkur svo til er heim var komið að skella brúna litnum í hárið - eftir mikið dúttl og langan biðtíma (sem sonurinn nýtti til að þvo á sér tærna .....ásamt gólfinu ÖLLU!! -var tekið til við að skola úr hárinu - vatnið varð fallega brúnt þannig að ég var frekar góð með mig.  Þegar ég leit í spegilinn sá ég að hárið var frekar dökkt - en af langri reynslu veit ég að hárið sýnist alltaf dekkra þegar það er blautt....en.....það var sama hvað ég þurrkaði það varð ekkert ljósara!!!  Hárið er SVART!!!  Ég er ekki alveg búin að ná mér og geng stóran krók framhjá speglunum í húsinu - einsog mér hefu nú alltaf fundist gaman að horfa á mig í spegli Whistling

Ég vona að ég verði búin að ná mér á morgun - ljótt að þurfa að hringja sig inn veika eða ganga með húfu allan daginn!!!  Karlkvölin er reyndar afskaplega ánægður með litinn á hárinu á mér - en sem betur fer þarf ekki mikið til að gleðja greyjið.  Yngri syninum finnst mamma sín alltaf "bara falleg" þannig að ég verð að hugsa til þeirra meðan ég geng um meðal manna á morgun!!

REYNDAR - held ég að karlinn þurfi að vera sérstaklega góður við mig því hann kom heim í dag og sýndi mér mynd af mótorhjóli sem honum langar til að kaupa hand mér!!!! .....sorry....mig langar bara miklu frekar í nýjan ísskáp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband