28.1.2007 | 13:26
Langt síðan síðast!
Ég er ekki alveg að standa mig í blogginu - litli bróðir í DK verður að fá fréttir - en eftir að hann kveikti í hendinni á sér þá er hann farinn að hanga svo mikið á netinu að hann verður að fá eitthvað að lesa.
Við héldum þetta fína matarboð í gær með úrvals nautakjöti sem var svo meirt og gott að það bráðnaði í munni okkar. Gestirni voru himinsælir enda komu þeir á þorrablót .......héldu þau! Húsbóndanum fannst ekki merkilegt að gefa þeim súra punga og hákarl þannig að það var forrétturinn - ásamt góðum sopa af íslendingi! Súkkulaðikakan í eftirrétt var sko alveg að gera sig - það endaði með því að diskurinn var sleiktur svo ekkert færi nú til spillis.
Við vorum svo ánægð með kjötið því að við bjuggumst alveg eins við að við þyrftum að naga "skósóla" en sem betur fer er gott að leita í smiðju afa á Akureyri og fá eldunarleiðbeiningar. Það var reyndar líka mikil spenna þar yfir hvernig kjötið yrði - þau hafa líklega ekki sofið í nótt fyrir spenningi
Litli prinsinn var vakandi fram yfir miðnættið í svaka stuði - hann sofnaði um leið og eyrað snerti koddann - veit ekki alveg hvernig hann gat vakað svona lengi því hann hafði verið í afmæli að deginum til og þar var mikið fjör. En eldri heimilismönnum til mikillar ánægju er prinsinn farinn að sofa allar nætur í
Jæja nú er víst tími til að fara að hætta því ég er að fara að pakka - sjálfboðaliða "vinnan" mín kallar á minn tíma - við erum nefnilega að flytja úr húsnæðinu okkar og í annað sem er betur staðsett og býður uppá meiri möguleika og meiri sýnileika - spennandi að sjá hvernig það þróast.
..........ahh -þarna var ég heppin -matargestirnir frá í gær voru að koma að ná í bílinn sinn - nei hann var ekki bilaður ....... ...... og þau sögðu mér að flutningurinn yrði líklega ekki í dag heldur seinna í vikunni - við erum nefnilega húsnæðislaus í hálfan mánuð - en sem betur fer er góð björgunarsveit í bænum sem bjargar okkur í "krossinum" í smá tíma í þessum hrakningum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.