17.1.2007 | 22:33
Afi kóngur með einn og hálfan fót!
Hann frændi minn í Dvergabyggð er svo mikill snillingur - þegar hann var að tala við ömmubróður sinn um daginn um það að afi kóngur hefði lærbrotnað spurði hann: "Er hann þá með einn og hálfan fót"? Ekki nema von að honum hafi fundist það nokkuð "lógískt"!!?!?!?!
Prinsinn á heimilinu fór í dag í sitt vikulega sund - með mömmu sinni. Þegar hann var að klæða sig byrjað lítil stelpa að gráta og ekki kom móðir hennar neinu tauti við hana. Sá stutti horfði lengi á þessar mægur - en samskipti þeirra gengu ekki vel - grátur og skammir - þá segir hann HÁTT og SKÝRT - "Mamma, eru þetta ekki krókódílatár!!"..............hvar hefur hann heyrt þetta áður?!?!
Núna erum við familían búin að versla okkur ferð til DK til að heimsækja litla bróður og fjölskyldu í vor. Stóri strákurinn okkar var ekki spenntur að koma með - hann átti um tvo möguleika að velja:
Vika í DK að heimsækja vini og vandamenn!
Vika einn heima! ...........eh......ehhh................."HEIMA"
Ætli maður hefði ekki viljað það sama á hans aldri - enginn heima, bíllinn til reiðu, ekkert eldað heima.....o.fl. spennandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Stóri gormuinn er númeð ímundunar aflið í lagi hehe 1 og 1/2 fóttttt...... ég skal fæða stóra strákin þegar að þið farið til stóra brósa kv skveta
skveta (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.