6.3.2010 | 19:08
long time!!
Hélt þennan fína saumaklúbb í gær, eldaði dýrindis hérasteik......reyndar var hann svikinn! Vinkona mín kom svo með eftirréttinn sem var hrá kaka!!......reyndar átti ekki að baka hana Þegar við kellurnar vorum loksins búnar að borða þennan dýrindismat hlömmuðum við okkur í sófann og sátum langt fram á nótt, ekki að ástæðulausu sem hittingurinn er á föstudögum. Laugardagarnir gefa tækifæri til að sofa aðeins lengur - eða alla vega vera þreyttari fram eftir degi!
Prinsinn skellti sér í afmæli til vinar í dag og á meðan fórum við hjónaleysin á bókarmarkaðinn að versla þær bækur sem við áttum eftir að versla - okkur finnst betra að fara nokkrar ferðir og kaupa bækur, við erum búin að sjá að það er miklu ódýrara að kaupa þær smátt og smátt heldur en allar í einu. Karlkvölin skellti sér svo einn túr í draumalandið með Óla.....Lokbrá en við mæðginin settumst fyrir framan imbann og horfðum á "Dumb and dumber" við hlógum einhver ósköp en alls ekki af sömu atriðunum þannig að það var hlegið út í eitt.
Nú skal brátt halda og nýta atkvæðarétt sinn, unglingurinn okkar skellti sér strax í morgun með vini sínum, báðir afar heitir yfir öllu þessu máli. Við hjúin erum eitthvað rólegri enda vitum við að það er opið fram eftir og þeir sem þekkja okkur vita að við vinnum best undir pressu og erum allaaf á síðustu stundu!!
Skellti mér að stefnumót við nýjan tannlækni í gær, þegar ég dásamaði hann við kellurnar í saumaklúbbnum - fyrir að vera svo blíður og góður þá fékk ég hvasst augnarráð frá einni: "hvað heitir hann?" Þegar hún heyrði fyrra nafnið sagði hún strax seinna nafnið og: "það er tannlæknirinn MINN!!" ....eftir smá umhugsun hjá (giftu)vinkonu minn, gat hún náðarsamlegast "leyft" mér að fara líka til hans - held samt að það hafi aðallega verið vegna þess að kalrlkvölin mín "Á" líka þennan tannsa .....held samt ekki að tannsinn hafi gefið henni gsm-númerið sitt og sagt að hringja mætti í sig hvenær sem er
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Á tannsi konu?
Ein áhyggjufull (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.